Það er ódýrara að skemmta sér heima....?

Það er ódýrara að skemmta sér heima........er slagorð Stöðvar 2 þessa mánuðina. Dagskráin í kvöld fram að þessu hefur ekki verið beisin. Bíómynd síðan ég veit ekki hvenær, líklega 1960, er búin að vera aðaldagskrá kvöldsins. Maður ætti nú ekki að þurfa að borga fyrir svona laugardagsdagskrá.


Versti seðlabankastjóri í Evrópu.

Davíð Oddsson er talinn versti seðlabankastjóri í Evrópu. Þetta kemur fram í viðskiptakálfi sænska blaðsins Dagens Nyheter fyrir helgina.  Enginn kemur með tærnar þar sem að Davíð hefur hælana.

Um Davíð segir "að hann hafi til skamms tíma verið formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Áður hafi hann verið forsætisráðherra og arkitektinn að þeim umbótum sem bylta áttu íslenska efnahagslífinu en urðu því síðar að falli. Spáð sé níu prósenta samdrætti og gengi krónunnar hafi fallið eins og steinn. Engu að síður hafi Davíð haldið því fram að kreppan væri öllum öðrum að kenna en sjálfum sér."
 

Þetta er maðurinn sem að fékk að ráða öllu því sem að hann vildi ráða hér á landi, síðustu 25 árin og nú sjáum við afleiðingarnar. Að setja einstakling í guða tölu kann aldrei góðri lukku að stýra.


Hvað er að gerast í flokknum?

Bjarni Benediktsson formannskandidat Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu í dag að aðild að ESB sé mjög brýn. Hér talar hann þvert gegn vilja um 70 % fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Er nokkur furða að fólk spyrji sig: Á hvaða leið er flokkurinn?

Í mörg ár á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd, sat Bjarni beggja vegna borðsins. Annars vegar inni á þingi og í allskyns nefndarstörfum á vegum flokksins. Hins vegar sat hann m.a. í stjórn hjá N-1 og í fleiri fyrirtækjum. Það var ekki fyrr en hann var í alvöru farinn að hugsa til formannsembætttis Sjálfstæðisflokksins að hann "hætti" afskiptum af viðskiptum.

Mér finnst undarlegt að úr svo fjölmennum flokki kom aðeins einn maður til greina sem formaður. Maður sem að kastar sprengjum rétt fyrir landsfund og hefur verið á kafi í fyrirtækjarekstri samhliða þingmannsstarfinu, árum saman.

Átti ekki allt að vera "gegnsætt" og "upp á borði" eða eru það bara "yesterday news"?


USA: Þar sem verkin tala.

Fréttir af efnahagsástandi Bandaríkjann svipar mjög til Íslands á mörgum sviðum.

Í USA framkvæmir forsetinn, en hér er er ekkert gert, þar liggur munurinn.


mbl.is Áherslan á efnahagsmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökun óskast.

Já það var þetta með afsökunarbeiðiðnina. Óskaplega virðist þetta vera erfitt fyrir Geir kallinn. Meira að segja Sölva sjálfum tókst ekki að toga fram eitt stykki afsökun út úr manninum.
mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogi á ögurtímum.

Það er ekki ofsögum sagt að persóna Barrack Obama hefur áhrif víða eins og gefur að skilja. Það sem gerir hann sérstakan er útgeislunin, húmorinn, hann er afslappuður og talar um pólitík á mannamáli.

 Hann virðist vera fljótur að setja sig inn í mál og hefur talsmáta ræðusnillingsins. Mikið mega Bandaríkjamenn vera öfundsverðir að hafa þennan leiðtoga á ögurtímum. Svo sakar auðvitað alls ekki að hann framkvæmir hlutina og hann hvetur þjóðina til dáða.

Skildi fyrirfinnast einhver slíkur hér á Fróni?


Gangi þeim sem best.

Eigum við ekki bara að óska Bandaríkjamönnum alls góðs og vona að aðgerðir forsetans beri góðan árangur? Við höfum þá kannski í einhver hús að venda, þegar allt þrýtur hér á Fróni.
mbl.is Obama: Ekki sömu leið og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 kr. plús 1000 kall?

Mikið var skrítið að sjá ráðherrana stinga 100 kr. hver í bauk fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Það væri við hæfi að þeir legðu 1000 kr.aukalega inn á reikninginn hjá þeim. Það er nefnilega til fólk sem að munar um 100 kr.

 Og allt var þetta alveg óskaplega fyndið og skemmtilegt. Ömurlegra "sketch" hef ég varla séð.

Jóhanna ætlar að taka mörg ár í þetta verkefni, gott og blessað, en ég vildi gjarnan fara að sjá einhverjar aðgerðir núna.


mbl.is Var á leið að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guantanamo..... gagnrýni á lokun fangabúða? Er ekki í lagi hjá RÚV?

Einn virtasti sérfræðingur Bandaríkjanna um utanríkismál, Leslie H, Gelb kemur fram með gagnrýni á hendur Barrack Obama.

 Hann gagnrýnir lokun Guantanamo fangabúðanna, illræmdustu fangabúða heims,sem að Amnesty International hefur barist fyrir árum saman að verði lokað. Þetta kom fram í "10 fréttum" RÚV í gærkvöldi.  Er ekki allt í lagi með fréttamennskuna hjá RÚV?

Ennfremur gagnrýnir hann þá stefnu Bandaríkjamanna að ráða niðurlögum Talibana í Afghanistan. Vitið þið hvað íbúar þessa lands þurfa að þola á degi hverjum?


Upprifjun er alltaf góð.

 Til upprifjunar fyrir suma. Róbert  Wessmann fékk úthlutað verki i Háskólanum í Reykjavík fyrir stuttu, þrátt fyrir að aðrir sem að buðu í verkið, hafi boðið mun betur. Hvernig skildi eiginlega standa á þessu? 

22. febrúar, 2009

Wessman með Birni Inga

Orðið á götunni er að auðmaðurinn Róbert Wessman sé fjárhagslegur bakhjarl fréttavefsins Pressunnar sem Björn Ingi Hrafnsson ætlar að hleypa af stokkunum um næstu mánaðamót.

Pressan verður með aðsetur í Turninum við Smáratog í Kópavogi þar sem eru höfuðstöðvar Róberts.

Fram hefur komið að Róbert Wessman á 40% hlut í Viðskiptablaðinu. Hann hafði uppi áform um rekstur skurðstofu á Suðurnesjum, en ólíklegt er að það mál komist á rekspöl eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson hætti sem heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson tók við.

Róbert Wessman er hluthafi í Háskólanum í Reykjavík og jafnframt eigandi Capacent Gallup, sem er atvinnumiðlun, ráðgjafarstofa og sér jafnframt um skoðanakannanir og fylgist með notkun fjölmiðla.

Sagt er að gamall samstarfsmaður Björns Inga úr forsætisráðuneytinu í tíð Halldórs Ásgrímssonar, Steingrímur Sævarr Ólafsson, verði með honum á Pressunni. Steingrímur var upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, en kallaður spunameistari af andstæðingum Framsóknarflokksins. Hann var fréttastjóri Stöðvar 2 þar til í fyrrahaust.

Meðal annarra sem leggja Birni Inga lið er teiknarinn Henrý Þór Baldursson sem birt hefur margar smellnar myndir á bloggi sínu Skrípó.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband