31.8.2009 | 17:08
Ég er ekki leigupenni!
Ég er ekki leigupenni, eins og Anna Einarsdóttir og Hilmar Jónsson gefa í skyn, og já Hilmar Jónsson gerir meira en að gefa í skyn, í athugasemdafærslu Láru Hönnu Einarsdóttur síðan í gær undir nafninu Lýðræðisleg rökræða og gagnrýnin hugsun.
Hef hingað til skrifað frá eigin brjósti og hef hugsað mér að gera það framvegis!
Set vísvitandi ekki inn bloggheiti Láru Hönnu af fenginni reynslu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 09:24
Hvernig væri að draga úr atvinnuleysi með þessum peningum?
Nærri 40 milljarða afgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2009 | 13:49
Katrín mín, viltu ekki fara að skapa einhver atvinnutækifæri fyrir konur í kreppunni?
"Kostnaður við ankerin er áætlaður yfir 200 milljónir króna." Svolítið skrítið orðalag. Verður kostnaðurinn 250 milljónir, 300 milljónir eða hvað?
Hvaða fjárans vitleysa er þetta eiginlega með þetta Tónlistarhús? Um daginn kom frétt um að gluggaísetningarnar í húsið væru svo flóknar, það flóknasta sem að til væri og það væru eingöngu Kínverjar sem að gætu unnið verkið. Ekkert sem sagt verið að nýta sér íslenskt vinnuafl þar. Um 200 Kínverjar að vinna það verk.
Já, hvaða fjárans vitleysa er þetta eiginlega með þetta Tónlistarhús? Rándýrar gluggaísetningar og einhver sér ankeri sem að þau, ein og sér hlaupa á hundruðum milljóna og svo á fólk ekki fyrir mat.
Katrín mín, viltu ekki fara að skapa einhver atvinnutækifæri fyrir konur í kreppunni?
Bílakjallarinn við 500 ankeri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 21:57
Derrick og Lögregluhundurinn Rex. Já er það ekki bara?
Já, kannski er dæmið bara Derrick og Lögregluhundurinn Rex, já er það ekki bara. Svolítil tragekómedía, er það ekki........?
http://www.youtube.com/watch?v=wWPhTYsFTv8
Víki verði fyrirvörum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 20:38
Allt saman bara misskilningur eða? Svona var þetta snemmsumars.....
Þetta sagði Steingrímur J. snemmsumars:
http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU
Semja verði aftur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 21:22
Þau sögðu já 28.08.2009, gleymum því ekki. Sjá slóð:
Þau sögðu já, ég mun aldrei kjósa þetta fólk framar, né það fólk sem að tók ekki afstöðu (hef reyndar aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn).
Horfið á:
http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY
og minni aftur á http://www.kjosa.is, það ekki búið að ganga frá þessu máli ennþá, smá von.
Sömdum við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 14:43
Hátæknisjúkrahús í stað fíflaskapar á Alþingi!
Sorry orðbragðið, en fyrir hvað erum við að borga þessum helv.... fíflum laun? Ögmundur og Guðfríður Lilja núna í margar vikur, "bara búin að vera svo mikið á móti þessu".
Hvernig væri að þetta fólk hætti störfum, já ásamt mörgum fleirum þarna á þingi og að við byggðum Hátæknisjúkrahús sem að einhverntímann stóð víst til að byggja? Laun þessara fífla mætti nefnilega nota til að bjarga mannslífum.
Ögmundur er ekki vonsvikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 13:55
Flýtimeðferð í forspilltu feni.......
Það er vitað mál að Icesaveafgreiðslan mun fá flýtimeðferð innan stjórnvaldskrónikunnar hér á Íslandi. Forseta Íslands verður færð Alþingissamþykktin eins fljótt og auðið er.
Stjórnvöld vita að almenningur er ævareiður og mun því ekki gefa honum mikinn tíma til að láta álit sitt í ljós. Þannig stjórnvöld búum við við í dag.
Enn smá von http://www.kjosa.is
Bretar skoða fyrirvarana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 13:08
Aumingja Ísland - en hvað er Þór Saari að gera á Alþingi?
Það var Þór Saari sem að sagði eftir kosningar, að þeir hjá Borgarahreyfingunni, myndu beita sér fyrir því að frumvörp stjórnarmeirihlutans fengju brautargengi, gegn því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar fengju setu í sem flestum nefndum.
Það væri víst best fyrir land og þjóð. Jamm, allt fyrir budduna.
Þór Saari hafði ekki dug í sér til að ganga alla leið og segja já eða nei í dag í Icesavemálinu. Hann greiddi ekki atkvæði. Aumingjaháttur og lufsuháttur.
Þráinn, hinn óháði þingmaður nú, fór í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði NEI.
Margrét Tryggva og Birgitta Jóns sögðu NEI. Þær höfðu manndóm í sér. Framsóknarflokkurinn sagði NEI
Aumingja Sjálfstæðsflokkurinn, eins og hann er í þessu máli, ég segi ekki meir um það.
En ég spyr, hvað í ósköpunum er Þór Saari eiginlega að gera á þingi? Hann fékk aðgang að Silfri Egils Helgasonar Borgarahreyfingarkjósanda og er nú með ca. 1 000 000 á mánuði, þar innifalið þingmannslaun, nefndarlaun og öll fríðindin sem að eru ekki svo lítil.
Svo verðum við að reyna að láta okkur dreyma ljúfa drauma um að Óli muni ekki undirskrifa ósköpin... Einhver von? Jú, skráðu þig á http://www.kjosa.is.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvurs lags kæruleysi er þetta eiginlega. Það hafa greinst fleiri hundruð tilfelli hér á landi og það er vitað að það eru ekki öll tilfelli skráð. Ég veit um marga mjög veika í sumar sem að létu ekki greina sig eða fengu jafnvel neitum um greiningu, þegar að þeir fóru fram á það.
Einkenni flensunnar fóru ekkert á milli mála.
Um 2000 manns hafa látist vegna inflúensunnar í heiminum. Ég hélt að bóluefnið væri fyrir hendi, það væri til í landinu. Við myndum að vísu þurfa að biðja um viðbótarmagn.
Svo var sagt í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum síðan.
Hvenær í sept. kemur bóluefnið, í byrjun mánaðar eða lok hans?
Þetta er Landlæknisembættinu til skammar sem að mér hefur fundist sýnt visst kæruleysi í þessu máli.
Fyrstu skammtarnir í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar