Kardemommubærinn okkar Íslands

Alveg fannst mér furðulegt að sjá Sjálfstæðismenn hafna Dögg Pálsdóttur í prófkjöri helgarinnar. Dögg ruddi brautina á sínum tíma í starfi Umboðsmanns barna og gerði það með miklum sóma. En Dögg er greinilega ekki metin að verðleikum í sínum flokki og er það miður. Ég tel að hún sé hörkudugleg og heiðarleg.

En mikið var ég glöð að sjá góðan árangur Valgerðar Bjarnadóttur í Samfylkingu í Reykjavík. Hún á þetta svo sannarlega skilið.

Furðulegt að sjá Bjarna Ben í Silfri Egils efast um að útrásarvíkingarnir hafi sett þjóðina á  hausinn og rænt og ruplað bankana innan frá.

Hressandi að hlusta á Evu Joly í lok Silfurþáttar, manneskja sem að þorir að nefna hlutina réttum nöfnum og fer ekki í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.

Það er við hæfi að Kardemommubærinn sé á fjölunum núna. Það ætti að vera skyldumæting fyrir útrása- og fjárglæframenn á þessa sýningu. Þeir myndu þá í kjörfalið, örugglega fara í hópferð til Tortola og láta okkur "smælingjana" fá peningana "okkar".

 


Ásta Ragnheiður skreið inn í lokin.......

Svona er bloggið. Var að enda við að blogga að Ásta Ragnheiður hefði ekki náð 8 efstu sætunum hjá Samfylkingu í Reykjavík. Skreið víst inn í 8. sætið á síðustu metrum talningar. Ekki glæsilegur árangur samt sem áður en fólk vill jú endurnýjun.

Ásta Ragnheiður ......no more in Reykjavík

Það eru greinilega pólitísk tíðindi hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem að verið hefur á þingi síðan ég veit ekki hvenær, kemst ekki á blað í 8 efstu sætin.

Mér fannst strax undarlegt að Katrín Júlíusdóttir skildi ekki hafa fengið tækifærið hennar Ástu i núverandi ríkisstjórn.

Árni Páll vinnur hjá Samfylkingunni í Kraganum, Katrín Júlíusd. í 2. sæti (frábært) og Lúðvík Geirs í 3. sæti. Munaði víst bara 57 atkvæðum á Lúðvíki og Árna.

Hefði viljað sjá Lúðvík taka 1.sætið (ég bý í Kraganum) en flottur árangur samt.


Björn Jörundur og Jón Ólafsson takið ykkur tak!

Að mínu mati er Selma Björnsdóttir einum of stjórnsöm í Idol stjörnuleit. Í tveimur þáttum í röð hefur Selma ráðskast með Björn Jörnund og Jón Ólafsson. Það þykir greinilega sjálfgefið að skoðun Selmu á 5. keppandanum sem á að komast áfram, sé sá sem að hún hefur mestar mætur á.

Jón og Björn Jörundur farið nú að taka ykkur tak.

Klúðrið í kvöld (föstudagskvöld) með Sigga sem komst fyrst áfram "fyrir tæknileg mistök" í örfáar sekúndur (Framsóknarvírus), var nátturulega alger steypa, en þegar hann svo í tvígang var annar aðilinn sem að hafði möguleika áfram, en annar tekinn í staðinn, þá fannst mér nú taka steininn úr.

Bjössi og Jói látið ekki Selmu algerlega valta yfir ykkur.


"Gamla konan" hans Ingva Hrafns.

Furðulegt að hlusta á Ingva Hrafn Jónsson sífellt vera að tala um "gömlu konuna" hana Jóhönnu Sigurðardóttur, hún eigi að fara að taka sér frí. Hún er jafngömul Ingva Hrafni 66 ára gömul.

Skrítið, faðir minn sem er að verða 95 ára og ég spjalla við á hverjum degi um dægurmálin, var að kenna og þýða þar til hann var 85 ára.

Mér hefur nú sýnst að "yngra" fólkið í Sjálfstæðisflokknum hafi nú ekki gert mikið af viti síðustu árin. Aðallega verið að hugsa um að skara eld að sinni köku.


Tækifærissinnarnir Ólína og Sigmundur

Ólína Þorvarðardóttir hefur undanfarið farið mikinn og barist fyrir stjórnlagaþingi, sem að átti að hafa það að markmiði að leiðrétta lýðræðishallann. Ekki hafði sá hópur sem að Ólína talaði fyrir þá, það að markmiði að komast á þing.

En nú er öldin önnur, fjórflokkafyrirkomulagið er skyndilega orðið eftirlæti Ólínu  Þorvarðardóttur, og það "hafðist" fyrir Ólínu að komast í 2. sæti Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.

Sigmundur Ernir Rúnarsson er skyndilega talsmaður alþýðunnar. Var það ekki hann sem að formælti mótmælum "alþýðunnar" á þáverandi Kryddsíldarþætti Sigmundar og Eddu. Hann er líka á leiðinni á þing..........

Gullfiskaminni gjaldþrota þjóðar er gersamlega með endemum.


Loksins, loksins.......Eva Jolie.

Það er gleðilegt að  búið sé að ráða Evu Jolie til að rannsaka hvað gerðist í aðdraganda "hrunsins". Hef trú á því að þessi manneskja láti ekki séríslenska klíkustarfsemi hafa áhrif á störf sín.

Ótrúlegt að Tryggvi Þór Herbertsson sé að fara í framboð, já þetta er víst alveg örugglega séríslenskt fyrirbæri......

Hef alltaf haft miklar mætur á Agli Helgasyni í Silfrinu, Kiljunni og á blogginu á Eyjunni, en ef að launin hans eru eins há og talað er um, vel á aðra milljón króna, þá spyr ég mig: Hvað þarf marga nefskatta til að borga launin hans Egils?


Skoðana - skipti.

Skrítið að hlusta á Gylfa hagfræðing eftir að hann varð viðskiptaráðherra. Búinn að skipta um skoðun á ansi mörgu, af því að hann hefur meiri vitneskju um hlutina, segir hann sjálfur.

Sjálfstæðismenn tefja fyrir flestum málum á þingi, bera hag fjölskyldna greinilega mikið fyrir brjósti.

Ekki mikið til að verða kátur út af í pólitíkinni þessa dagana.


Flikk, flakk og heljarstökk.

Það er skrítið að engum hafi dottið í hug að bjóða Evu Jolie hingað til lands fyrr en nú. Það eru rúmir 5 mánuðir frá bankahruni og núna fyrst er Kaupþing að afhjúpast sem ein allsherjar svikamylla sem að "gambleraði" með aleigur fólks. Hreint og klárt spilavíti, nokkur hundruð milljarðar takk fyrir!

Það er hálf furðulegt að vera núna á leiðinni í kosningar, hvert hneykslismálið af öðru afhjúpast í bankageiranum og bankahrunspólitíkusarnir eru að komast í efstu sætin í prófkjörunum?

Hingað til finnst mér umræðan um bankahrunið hafi verið svona "flikk flakk", en heljarstökkið var tekið í dag í Silfri Egils.  Viljum við ekki svikamylluna og landráðamennina burt eða viljum við dæma okkur í áratuga þrældóm?

Við höfum áður sem þjóð, losað okkur við ánauð og kúgun. Við erum að tala um framtíð barnanna okkar.  Til hvers var barist í búsáhaldabyltingunni svokölluðu, ef að við ætlum að láta staðar numið nú?


Fyrirgefning syndanna........?

Eftir allar þær upplýsingar sem að við höfum fengið eftir bankahrun, hélt maður að það kæmi að þeim tímapunkti að maður hætti að vera hissa. En Agli Helgasyni í Silfrinu, tekst svo sannarlega að halda okkur við efnið.

Sunnudag eftir sunnudag kemur til hans fólk sem upplýsir okkur um ástand mála og hvernig eigi að bregðast við. Þátturinn í dag skar sig úr og maður hreinlega situr og stendur agndofa yfir viðbjóðnum og ekki síst fjárans feluleiknum sem að átt hefur sér stað.

Í viðtali við  Evu Joly í Silfrinu í dag segir hún að okkur beri skylda til að fara ofan í alla þætti efnahagshrunsins ef að við ætlum að lifa þetta af sem þjóð. Þeir sem að hafa hingað til nefnt þetta á nafn hafa verið sakaðir um ofstæki og persónulegar árásir. Hverjir leggja í það hér að draga fullyrðingar þessarar virtu manneskju í efa?

Egill Helgason á skilið miklar þakkir fyrir hans framlag síðustu mánuði.

Hvernig stendur á því að á sama tíma og fjárglæframenn, þjófar og landráðamenna settu heila þjóð á hausinn, er starfsemi Efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, skorin niður um tugi prósenta? Þar átti Björn Bjarnason hlut að máli.

Hefur einhver eitthvað að fela......?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband