Mengi- eða hlutfall úr mengi?

Kvöldið hefur verið viðburðaríkt í fréttalegum skilningi. Örfáir menn (3-4) þurrkuðu upp allt fjármagn gamla Kaupþings með því að lána sjálfum sér FLEIRI HUNDURUÐ MILLJARÐA rétt fyrir hrun, án trygginga að sjálfsögðu, hvað annað.

Icesavemálið hefði farið í allt annan farveg ef efnahagsráðgjafinn hefði talað við yfirmann sinn(fyrrverandi forsætisráðherra), en efnahagsráðgjafanum fannst það greinilega óþarfi og Ísland rann út á tíma í kjölfarið og fékk á sig hryðjuverkalaög.

Björgvin G. Sigurðsson fv. viðsk.ráðherra efstur í sínu kjördæmi í prófkjöri, það er greinilega verið að verðlauna hann fyrir vel unnin störf í aðdraganda og afleiðingum bankahrunsins, eða þannig.

Borgarafunda- og Austurstrætismótmælendur þyrpast nú í prófkjör, ábyggilega með góðum ásetningi. Hvað ætli líði langur tími þangað til að það verði búið að heilaþvo þetta fólk og það komið í gamalkunnu pólitísku stellingarnar sem að tíðkast nú á þingi?

Veit ekki, en mér finnst skrítið að sjá fyrrverandi fréttamanninn Sigmund Erni Rúnarsson vera á leiðinni á þing. Í mínum augum er hann tækifærissinni, er ýmist vinur "litla" mannsins eða aðalsins(sbr Kryddsíld 2008).

Ingibjörg Sólrún upplýsti þjóðina í kvöld í Spjallinu með Sölva, að þjóðin væri mengi og enginn einstakur mótmælandi á Borgarafundi, ætti rétt á því að tala í nafni þjóðarinnar. (nota bene þá voru u.þ.b. 10 mótmælafundir búnir að vera á Austurvelli). Varðist fimlega þegar Sölvi spurði hana um það svar á borgarafundi, að þjóðin væri ekki að mótmæla.

 Slapp of vel frá þeirri spurningu að mínu mati. En konan er greinilega mikið veik, það fer ekki á milli mála. Furðulegt að valdafíknin geti orðið svo mikil að frami skuli ennþá vera aðalatriðið hjá konunni.

Góður þáttur hjá Sölva að vanda en nú ætla ég að ljúka þessu bloggi og fara í pínulitla sjálfsskoðun: Er ég hluti af mengi eða þjóð? That's the question.FootinMouth


Var einhver búsáhaldabylting?

Alveg er það með ólíkindum að horfa upp á Alþingi Íslendinga. Reynt er að koma í veg fyrir að  ríkisstjórnin geti lagt fram frumvörp til bjargar þjóðarskútunni.

Talað er um seinagang ríkisstjórnarinnar, en hvernig í ósköpunum á ríkisstjórnin að geta gert nokkurn skapaðan hlut, þegar Framsókn gerir ekkert annað en að tefja og trufla.

 Framsókn ætlaði að verja Samfylkingu og Vinstri græn vantrausti, en núna er Framsókn komin í gamla bandalagið með Sjálfstæðismönnum gegn ríkisstjórninni í frumvarpi um loftslagsbreytingar. 

Við þurfum varla að rifja upp hvernig Framsókn kom að frumvarpi um Seðlabanka Íslands. 

Það stefnir sem sagt allt í gamla samkrull Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna eftir kosningar.

Í þessum töluðum orðum er verið að fjalla um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins.

Bíddu við.........var einhver að tala um búsáhaldabyltingu.......?


http://www.snara.is

Vil benda þeim á, sem að ekki sáu fréttir Ríkissjónvarpsins , en þar var verið að kynna vefinn http://www.snara.is.  Er sjálf búin að prófa vefinn og mæli eindregið með honum. Þetta er orðabóka- og uppflettivefur. Mjög góður og skemmtilega upp settur.

Alveg brilliant!

Það er ekkert hægt að segja annað en "tær snilld" um "viðtal" Sölva Tryggvasonar við áhættufjárfesti í þætti sínum Spjallið með Sölva sem er á laugardagskvöldum. Þorleifur Arnarsson fór þarna á kostum í hlutverki fjárfestisins sem bar nafnið Jón Hannes Smárason. Sölvi var ekki síðri í hlutverki hins grafalvarlega spyrils. Alveg brilliant!

Forsetaembættið - virðingin og skömmin

Forsetinn okkar hefur komið mjög illa út úr skoðanakönnunum undanfarið. Við vitum öll hvers vegna.  Hann hefur jú undanfarin misseri verið einn helsti hvatamaður fyrir  íslensku útrásinni. Það fór nú eins og það fór. Þjóðin fór á hausinn.

Miðað við fylgi þessa manns í skoðanakönnunum og einnig þá pólitísku gjörninga sem að hann hefur á samviskunni í sínu forsetaembætti, ætti hann auðvitað að segja af sér. Hann hefur orðið þjóðinni til stórskammar með hátterni sínu á alþjóðavettvangi.

Það var sú tíð að það var forseti í þessu landi sem hét Kristján Eldjárn. Hann bar hróður Íslands víða og hvarvetna var borin virðing fyrir þessum manni. Hann kom nefnilega fram fyrir hönd þjóðar sinnar en ekki til að mikla sjálfan sig. Það mættu margir taka hann sér fyrirmyndar í sínum störfum. Óhóf og yfirborðsmennska var Kristjáni heitnum, fjarri skapi.

Ég öfunda ekki Ólaf Ragnar, þrátt fyrir allar milljónirnar sem að hann fær frá okkur skattborgurum, að sitja á Bessastööum miðað við það fylgi sem að hann hefur. Hann vonar auðvitað að þetta muni ganga yfir með tíð og tíma. Vonandi áttar Ólafur Ragnar sig á því að  tíminn og tíðin er breytileikum háð og hann hefur brotið flestar, ef ekki allar brýr að baki sér.


Leitin að þjóðinni og Bláa lónið

Nú fer viðburðarríkri viku senn að ljúka. Seðlabanka - Höskuldar - og Ingibjargarmál hafa átt athygli þjóðarinnar og fjölmiðlanna. Bjóst við skemmtilegri Spaugstofu en varð fyrir vonbrigðum. Núna eigum við víst að fara að syngja okkur út úr vandanum. Það er svo sem gott og blessað að vera jákvæður, en ég held að afskaplega fáir hafi löngun til að syngja hástöfum þegar fulltrúar sýslumanns mæta á heimilið til að innsigla það. Mér fannst það alveg mislukkað.

Við erum hægt og bítandi að skera á öll tengsl við samfélag þjóða. Við erum með mikilmennskubrjálæði og teljum greinilega enn, að það skipti engu máli hvað umheiminum finnst um okkur. Allsherjar gjaldþrot, atvinnuleysi og landflótti kemur ekki einu sinni fyrir okkur vitinu. Núna erum við búin að losa okkur við Bandaríkjamenn sem vinaþjóð, því að við skulum sko stunda okkar hvalveiðar hvað sem öðrum finnst! Víða íhuga ferðaskrifstofur að fjarlægja nafn Íslands úr ferðabæklingnum af sömu ástæðu.

Í Þýskalandi misskilja menn forsetann okkar og gera síðan stólpagrín að fyrrverandi seðlabankastjóra og því er lýst í háði, að það hafi þurft lagabreytingu til að koma manninum úr Seðalbankanum. Við könnumst svo öll við "bömmerinn" í Hardtalk.Frown Einhverntímann "hér í den" var litið upp til okkar en  fornaldarfrægðin virðist vera framtíðin.

Og svona í lokin: Hefði viljað sjá formann Samfylkingarinnar stíga til hliðar og gefa Jóhönnu eftir sviðið. Það er með ólíkindum að manneskjan sem að fann hvergi þjóðina í mótmælaöldunni í desember og janúar skuli fara fram á stuðning hennar við sig. Hvílík ósvífni. Jóhanna tók sig vel út með forsætisráðherrum Norðurlandanna í Bláa lóninu og ég held að enginn hafi misskilið hana......


Andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot

Seðlabanki Íslands er gjaldþrota. Þetta er staðreynd sem að sumir virðast vera búnir að gleyma. Innanborðs er sjálfskipaður seðlabankastjóri Davið Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af aðalmönnum í bankaráði.  Eini seðlabankinn í heiminum sem að er gjaldþrota. Þrátt fyrir það fannst Davíð það sjálfsagt að geta komið í "drottningarviðtal" í Kastljósi. 

Spyrillinn var að vinna vinnuna sína og var hreinlega að spyrja þeirra spurninga sem brunnið hafa á þjóðinni núna, vikum og mánuðum saman. Launin sem að spyrillinn fékk, voru eilífar dónalegar athugasemdir um hann sjálfan frá viðmælandanum, sumar ansi persónulegar. Ef að þetta væri ekki Davíð Oddsson myndu hér bloggheimar loga um dónaskap viðmælandans.

Nei, í staðinn er komin skyndileg aulavæntumþykja um þennan mann sem að kann ekki lágmarks mannasiði.

Þegar Sigmar vildi benda á það væri viss áfellisdómur um fyrrverandi ríkisstjórn og forsætisráðherra, að hafa ekki tekið mark á þeim ábendingum sem að komu frá Seðlabankanum sagði Davíð: "Eigum við ekki að lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan".

Hér eftir hættir maður að vera hissa yfirhöfuð á nokkrum sköpuðum hlut.


Þeir lengi lifi............!

Er fólk búið að gleyma lygunum hans Davíðs Oddssonar i Kastljósi  þar sem að hann sagði að hann hefði aldrei sungið "þennan útrásarsöng"?

Sagði hann ekki "þeir lengi lifi, húrra húrra húrra húrra! ÚTRÁSARVÍKIINGARNIR voru þá aðalmennirnir hjá Davíð Oddssyni. Er eitthvert gullfiskaminni farið að gera vart sig nú þegar, með því að dást að manninum í þessu Kastljósviðtali?

 Fór fram með lygar á hendur Sigmari í miðju viðtalinu, þar sem að hann vitnaði í þeirra tveggja manna tal fyrir þáttinn.

Í mínum augum var þetta aumingjaleg vörn seðlabankastjóra sem er á síðustu metrunum í starfi og er að biðja um meðaumkun. Það er auðvelt að mikla sjálfan sig á kostnað annarra, eins og hann gerði gagnvart Sigmari í kvöld.

Til hamingju Sigmar þú stóðst þig vel í kvöld. Næst vildi ég gjarnan fá að sjá Davíð í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils..... það yrði örugglega ekkert "elsku mömmu viðtal", kannski það myndi enda með "mamma mia" eins og viðtalið við Baugsmanninn.


Frábærir fréttamenn og Stöð 2

Það virðist flest vera að snúast við í höndunum á Stöðvar 2 mönnum þessa dagana. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem að var rekin af Stöð 2 á sínum tíma, er valinn besti blaðamaðurinn af Blaðamannafélgagi Íslands.

Þátturinn Spjallið með Sölva sem var í gærkvöldi, var góður og á ábyggilega eftir að verða betri. Þáttastjórnandi þarf að tileinka sér traust og trúnað viðmælandans áður en viðmælandinn samþykkir að koma í þáttinn.

Sölva Tryggvasyni tókst þetta í gærkvöldi í viðtalinu við Þorgerði Katrínu, þar sem að ekki var bara verið að talað um pólitíkina, heldur líka hennar persónulegu mál. Sölvi nálgaðist þetta á nærfærin hátt og á heiður skilinn fyrir það.

Stjórnendunum á Stöð 2 tókst líka að losa sig við Sölva eins og flestum er kunnugt.

Mikið óskaplega eiga þessir peningamenn bágt sem að ekki kunna að meta góða fréttamenn. Þeir peningamenn sem að stjórna Stöð 2 virðast ekki enn vera búnir að átta sig á því að hinn svokallaði "almenningur" lætur ekki hafa sig að fífli.


Vandræðagangur í Gettu betur

Óttalengur vandræðagangur var yfir fyrsta Gettur betur þættinum í vetur. Eva Maríu tókst ekki að leika af fingrum fram, þetta var ósköp stirðbusalegt og á stundum vandræðalegt. Eva María var stundum að koma með athugasemdir, sem annars hinn greindi maður Davíð Þór, ekki skildi.

Eftir því sem að þetta varð vandræðalegra, fór ég að færa mig oftar yfir á Skjá einn og horfði þar á Spjallið með Sölva, sem var alveg ágætur, áhugavert spjallið við Þorgerði Katrínu þó svo að ég væri alls ekki sammála henni í öllu. Og Guðni Ágústss. var líka mættur og blés mönnum kjark í brjóst.

En tilmæli til Ríkissjónvarpsins: Gefið fleirum tækifæri við þáttastjórnun, þið eruð ekki að gera fólki neinn greiða með því að ofnota það á sjónvarpsskjánum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband