Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kaffisamsæti forréttindastéttar og nauðsynjar almennings.

Flokksgæðingamálin eru söm við sig, það breytist ekkert, en talandi um kaffisamsæti þá er ég að velta fyrir mér hvernig þeim sem að hafa þurft að leita til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar síðustu mánuði hafi reitt af síðustu vikurnar.

Þessir hjáparaðilar fólks sem að stjórnvöld þessa lands, m.a. hin "góðhjartaða" Jóhanna Sigurðardóttir hafa ekki séð nokkra ástæðu til að veita fjárhagslegan stuðning, eiga mikið hrós skilið. Þarna er unnið mikið og óeigingjarnt starf. Lokað hefur verið hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd síðan í lok júní.

Allt starfið þarna unnið í sjálfboðavinnu. Fólk þarf jú sitt sumarfrí. Það verður opnað aftur á morgun, (eða í dag miðvikudag). Skyldi ekki allt verða fullt út úr dyrum...........?

Síðan er það umhugsunarefni út af fyrir sig að í þjóðfélagi 21. aldarinnar á Íslandi árið 2009, skuli vera þannig búið að fólki að fólk skuli ekki hafa í sig og á.

Svona er búið að láglaunastéttum þessa lands í dag og svo eigum við að taka á okkur Icesavebyrðarnar í þokkabót.


mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "samviska" og "stefnuskrá" Borgarahreyfingarinnar til sölu?

Bretar telja sig að sjálfsögðu vera búnir að semja við Íslendinga. Ætli þeim hafi ekki verið sagt það eftir fundinn með Svavari "samningamanni" að nú þyrfti bara að koma þessu í gegnum þingið. Fólk sem er búið að vera of lengi í pólitík missir flest allt venjulegt jarðsamband og þar af leiðandi fylgist ekki með hvernig "venjulegt" fólk hugsar.

Mótmæli almennings gagnvart Icesave hafa greinilega komið stjórnarliðum í opnu skjöldu plús það, að þetta átti auðvitað að gerast með leynimakki, sem að ekki tókst.

Það var byrjað með þeim lygum að Hollendingar og Bretar hefðu ekki viljað að neinar upplýsingar um samninginn bærust út til almennings. Stjórnvöld þessara rikja komu fram og sögðu þetta ekki rétt.

Borgarahreyfingin kemur svo fram og býðst til að hjálpa til.  Kom hún ekki fram undir slagorðinu Borgarahreyfingin - þjóðin á þing? Býðst til að hjálpa til við fyrirvara í samningi sem að þjóðin kærir sig ekki um og á ekki að borga.

Segir að þar með sé verið að hafna samningnum á "penan" hátt, eins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar, komst að orði.

Ég auglýsi hér með eftir samvisku Borgarahreyfingarinnar, sem að sagði í kosningabaráttunni að hún myndi leggja sjálfa sig niður þegar að öll stefnumál hreyfingarinnar væru komin í höfn.

Eitt þeirra stefnumála var að sækja um aðildarviðræður að ESB, sem að varð svo að hrossakaupsmáli hreyfingarinnar eins og frægt er orðið. Þremenningarnir kusu að hafna umsókn.

Eiga ekki kjósendur Borgarahreyfingarinnar skilið einhver svör frá þingmönnum sínum?


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ráðherra, það á víst örugglega ekki að hlusta á þjóðina.

Eru Steingrímur og Jóhanna að ganga hagsmuna Hollendinga og Breta í stað Íslendinga? Þetta er með ólíkindum. Það er reynt að ljúga okkur Íslendinga fulla og svo birtist allt í einu leyniplagg sem að fylgir Icesavesamingnum, plagg sem að við áttum aldrei að fá að sjá. Eru einhver fleiri leyniplögg?

Jóhanna horfin og lætur Steingrím um baslið. Ómerkilegur stjórnmálamaður Jóhanna sem að lét okkur halda í 30 ár að hún bæri hagsmuni litilmagnans fyrir brjósti en, svikur svo ekki bara málstaðinn, heldur gerist, já ég leyfi mér að segja það, föðurlandssvikari.

Hún svíkur þjóð sína á ögurtímum og er ekki einu sinni tilbúin til að koma fram og tala við hana líkt og Eva Joly gerði. Þjóðin fer fram á nýjan samning, fólkið sem að kaus hana fer fram á nýjan samning en Jóhanna kýs að hlusta ekki á þjóðina.

Eftir grein Evu Joly s.l. laugardag, hefur Jóhanna og co. auðvitað orðið óróleg og hjólað í þremenningana í Borgarahreyfingunni og Pétur Blöndal til að þvinga sitt fram, þvert á skoðun þjóðarinnar, nei það á sko ekki að hlusta á þjóðina.

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkið og svínaríið allsráðandi.

Hvað ætli séu til margir leynilegir hliðarsamningar sem að okkur er aldrei ætlað að fá að sjá? Ef að þetta væri ekki spurning um framtíð Íslands þá er þetta að verða ein af svæsnustu sakamálasögum eftir James Pattersson. Þú getur orðið sleppt því að fara á bókasafnið.

http://www.jonas.is


mbl.is Bresk bankarannsókn eðlileg og nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar. Á einhver til gám svo ég geti komið mér úr landi?

Þið eigið að skammast ykkar Borgarahreyfing, við vitum ósköp vel að fyrirvarar hafa ekkert að segja.  Hvurlsags þykjustumennska er þetta hjá Birgittu núna? Er svona gott að vera á þingmanna og nefndalaunum. Pétur Blöndal tilbúnn til hrossakaupa eins og venjulega.
mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vonleysið og kjarkleysið er orðið hugarfarið...........

Það er spurning hvort að það sé stóra hættan að fólk flytji hér af landi brott. Það er ábyggilega sárt fyrir flesta þá sem að yfirgefa landið, að yfirgefa skyldmenni sín í leiðinni. Þetta er ekki ákvörðun sem að fólk tekur í skyndi.

Þetta er ákvörðun sem að fólk tekur á þeim forsendum, að það eigi rétt á því að það sé komið fram við það á mannsæmandi hátt frá hendi stjórnvalda og því boðið mannsæmandi lífskjör. Hvorugu þessu er til að dreifa hér á landi nú og því ekki nema skiljanlegt að fólk flýi frá þessum ósköpum.

Í því efnahagsástandi sem að nú er hér á landi kýs forsætisráðherra að fara í frí, Hrannar aðstoðarmaður hennar hraunar sér yfir Evu Joly og Kristján Kristjánsson, almannahagsmunatengill, eða hvað þetta heitir nú allt saman innan þessa stjórnkerfis, kemur fram og segir að ríkisstjórnin geti ekki tjáð sig í útlöndum af því að hún sé svo ósammála um hvað eigi að segja.

Bankastjóri ríkisbankans Kaupþings, ráðinn af þessari ríkisstjórn, fær í gegn lögbann á fréttaflutning Ríkissjónvarpsins. Já lengi getur vont versnað hjá volaðri þjóð. Forseti vor er horfinn og blæs ekki kjark í þjóðina.

Ég hef oft sett hér fram spurninguna um hvers vegna fólk mótmæli ekki á Austurvelli.

Mannkynssagan hefur alla tíð gengið í bylgjum eins og allir vita, og spurning hvort að nú sé ekki kominn tími á íslenska þjóð? Íslensk þjóð, það sem er og verður eftir af henni,  virðist ekki hafa nokkra löngun til að berjast fyrir þjóðerni sitt og framtíðarbúsetu sína hér, og maður spyr sig því: Hvað er þá eftir? Jú kannski að fara í Smáralindina og Kringluna............ á meðan þær fara ekki á hausinn.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþingsmenn: Skíthræddir við Kristin Hrafnsson.

Það er nokkuð ljóst að Kaupþingsmenn eru skíthræddir við fréttamanninn Kristin Hrafnsson sem að þorir að segja sannleikann umbúðalaust.

Rekinn af Stöð 2 fyrir kjarkinn og síðan fær Fréttastofa Ríkissjónvarpsins á sig lögbann vegna upplýsinga sem að Kristinn Hrafnsson hafði undir höndum og átti að birta í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.

Kristinn Hrafnsson hefur alla tíð verið einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, maður sem þorir að segja sannleikann en bugtar sig ekki fyrir yfirvaldinu.


mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpahyski sem að á heima bak við lás og slá.

Ég er ein af þeim sem að hafa mótmælt lögbanninu hér á netinu. Hins vegar vil ég vísa á slóðina http://www.jonas.is.

Þarf nokkuð að segja mikið meira?


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósvakamiðlar svíkja almenning.

Það er nokkuð athyglisverð afstaða ljósvakamiðlanna tveggja í gærkvöldi, að kjósa að þegja um grein Evu Joly í Morgunblaðinu í gær og sem að birtist samtímis víðar um heim.

Það er held ég nokkuð ljóst hverra hagsmuna er verið að gæta þarna, hagsmuna þessarar vesælu ríkisstjórnar sem að íslensk þjóð situr uppi með og ætlar að þvinga upp á okkur Icesavesamkomulaginu með góðu eða illu.

Eva Joly kemur við kauninn á Jóhönnu Sig og co og það er auðvitað ekki nógu gott.

Baugur á Stöð 2 og Fréttastofu Ríkissjónvarpsins er stýrt af Samfylkingunni. Fagleg vinnubrögð eða þannig.


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrannar B. Arnarsson: Láttu ekki svona Eva Joly, þú hefur ekki vit á þessu!

Hrannar B. Arnasson aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir Evu Joly í bloggi sínu á Facebook í dag (í gær), í raun og veru bara að þegja og vera ekki að skipta sér af því sem að henni komi ekki við.

Þetta kemur fram á  http://www.eyjan.is

http://eyjan.is/blog/2009/08/02/adstodarmadur-forsaetisradherra-deilir-a-evu-joly-aetti-ad-lata-adra-um-efnahagsmalin/

Þessi ríkisstjórn verður alltaf "athyglisverðari" með hverjum deginum sem líður ......

Áfram Eva Joly!

 Þarf ekki að fara að stofna nýjan stuðningshóp hennar á Facebook svo að hún viti nú örugglega að við stöndum 100 % með henni?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband