Færsluflokkur: Dægurmál

Íslenska (póli)tíkin, rakkinn og undirferlið.

Íslensk pólitík er engri lík. Ó nei. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum síðan að Jóhanna væri orðinn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins með Steingrím J. eins og rakka í bandi? Steingrímur sem að steitti hnefann framan í allt og alla fyrir ekki svo löngu síðan.

Icesavemálinu var gerð alveg einstaklega vel skil af þeim félögum í Málefninu. Út frá því gat maður tekið skýra afstöðu til þess sem að á eftir kom. Davíð kom vel fyrir fannst mér og ég er algerlega sammála honum.

Hvers vegna ættum við þjóðin að borga einhverja gamblerareikninga fyrir Sigurjón og co hjá Landsbankanum?

Og þessu ætluðu Svavar, Jóhanna og Steingrímur að fá Alþingi til að samþykkja orðalaust, án nokkurra upplýsinga um samninginn, ja þvílíkur mannskapur?

Við eigum ekki að borga Icesave, svo fráleitt að reyna að telja þjóðinni trú um þetta.

Steingrímur J. sagði í Málefninu að það þyrfti að koma Icesavesamningnum "út úr heiminum"?! Er það sem sagt að koma einhverju út úr heiminum það, að skuldsetja þjóðina fram undir lok aldar.

Ég held að það þurfi frekar að koma þessari ríkisstjórn út úr heiminum.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er breytingarskeiðið "tabú vandamál" kvenna? Eigum við ekki alltaf að vera hressar eða hvað?

Icesave, Björgólfsfeðgar, Valtýr Sig, nei ég ætla ekki að tala um það hér. Eingöngu að benda þeim á, sem að hafa áhuga á að fræðast um breytingarskeið kvenna að lesa ævisögu Þuríðar Pálsdóttur söngkonu, þar sem að er að finna aukakafla um þetta mál:

Jónína Michaelsddóttir: Líf mitt og gleði: minningar Þuríðar Pálsdóttur söngkonu, Forlagið 1986.

Fjölmiðlar ættu siðan að skammast sín fyrir að fjalla aldrei um þetta merkilega skeið í lífi hverrar konu. Fyrir sumar konur verður þetta skeið næsta óbærilegt á meðan að aðrar konur segjast lítið finna fyrir því. Hormónatöflur hjálpa sumum konum en öðrum ekki.

Ætla að skrifa um þetta málefni á næstu dögum, en mun ekki geta svarað athugasemdum hér nú, ef einhverjar birtast, fyrr en síðar í dag.


Litla Hraun á Laugavegi í máli og myndum...............

Þetta er svo sem gott mál allt saman, en hvað svo? Hvað verður gert við meinta sökudólga? Mér skilst að það sé margra mánaða eða ára bið inn á Litla-Hraun.

Mér finnst að það ætti að skikka þessa fjármálaskúrka í þegnskylduvinnu fyrir ríki og borg. Er eftirfarandi ekki allt of gott fyrir þá:

Vinna eða fangelsi?

 FANGELSI fær maður 3 fríar máltíðir á dag.
Í VINNUNNI fær maður pásu fyrir 1 máltíð-sem maður þarf að borga sjálfur

Í FANGELSI fær maður að fara fyrr út fyrir góða hegðun.
Í VINNUNNI fær maður meiri VINNU fyrir góða hegðun.


Í FANGELSI er maður sem opnar og lokar öllum hurðum fyrir mann Í
VINNUNNI þarftu að gera það sjálfur

Í FANGELSI má maður horfa á sjónvarpið og verið í tölvunni.
Í VINNUNNI þú verður rekinn.


Í FANGELSI fær maður sitt eigið klósett
Í VINNUNNI þarf maður að deila með öðrum


Í FANGELSI mega vinir og vandamenn koma í heimsókn
Í VINNUNNI ekki sjéns í helvíti.


Í FANGELSI borga skattgreiðendur allt fyrir þig
Í VINNUNNI Þarftu í fyrsta lagi að borga til að koma þér í vinnuna,
og svo er tekið 40% af þér í skatt....til þess að borga fyrir fangana


Fangaklefi er að meðaltali 2-4 fermetrum stærri en meðal skrifstofa á Íslandi!!


Nú er bara að velja!!   Wink

mynd      

  

Litla-Hraun á Laugaveg

http://fangavaktin.blogcentral.is/sida/2383757/

 


mbl.is Umsvif aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valtýr, Svandís, Svavar og strúturinn...........

Þessi maður Valtýr Sigurðsson, telur sig sem sagt vera ómissandi í því að verja forréttindastétt þessa lands, lögfræðingana og spillinguna innan stjórnmálaflokkanna. Nú kannski er hann það, og starfar enn í skjóli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.

Það væri auðvitað alveg stórhættulegt ef að Eva Joly fengi nú að komast að öllu svindlinu, svínaríinu og spillingunni sem að viðgengist hefur hér undanfarin mörg ár......? Hvers vegna tjáir sig enginn um þau hagsmunatengsl/árekstra sem lýsa sér í myndunum hér að neðan (þá er ég að meina Svavar og Svandísi), í tengslum við Icesave.

Svavar í forsvari fyrir samninganefnd um Icesavemálið og dóttir hans, Svandís, sitjandi í ríkisstjórn.

Ef að Svandís ætlar sér að sitja hjá við afgreiðslu Icesavefrumvarpsins, er það líka afstaða sem að gæti skipt sköpum fyrir afgreiðslu frumvarpsins.

Eða er þetta bara allt í lagi eins og venjulega með allt á Íslandi og að maður geti sagt eins og sagt er um strútinn að þetta sé bara allt í þessu himnalagi: Maður stingi bara höfðinu í sandinn.

Strúturinn stingur víst alls ekki höfðinu í sandinn til þess að komast hjá því að sjá hvað er að gerast í kringum hann. Það er þjóðsaga. Spurning er hvort þau hin tvö á myndunum eru eins klár og strúturinn.

Svavar Gestsson

 

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra

mbl.is Valtýr hefur nóg að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

U-beygja Láru Hönnu Einarsdóttur. Upphefðin skýtur mann stundum í fótinn.

Öðruvísi mér áður brá. Hluti af bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur síðan í fyrradag kemur hér á eftir. Það er sem sagt nóg að komast á fund fjármálaráðherra, til að gerbreyta um skoðun frá því fyrir nokkrum dögum síðan, og auðvitað hefur upphefðin verið mikil með því að fá að flytja reglulega pistla hjá RÚV, (þessari hlutlausa stöð eða þannig):

 

Þetta var Lára Hanna 03.07.09:

"Við erum kannski ekki alveg sátt við núverandi stjórn. Kvörtum yfir skorti á upplýsingum og margir gagnrýna Icesave-samninginn. Fleiri atriði má nefna, eins og fáránlega sérhagsmunagæslu samgönguráðherra. En þrátt fyrir allt held ég að stjórnin sem nú situr sé skásti kosturinn. Hún er ekki öfundsverð af að taka við hrundu þjóðarbúi og skafa grómtekinn skítinn eftir fyrri stjórnir. Engar ráðstafanir eru vinsælar undir þeim kringumstæðum en látum okkur ekki detta í hug að fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar myndu gera betur. Og núverandi stjórn virðist að auki vera alvara með að leita réttlætis - þótt hægt gangi. Réttlæti er grundvallaratriði og vegur mjög þungt. Er ekki rétt að gefa Jóhönnu og Steingrími tækifæri til að halda áfram að moka flórinn? Við vitum að þau gera það af heilum hug og leggja nótt við dag í þágu þjóðarinnar.

Ekki vildi ég vera í þeirra sporum."

 

Eftirfarandi er Lára Hanna 20.06.09:

Til að byrja með langar mig að leiðrétta leiðan misskilning sem ég hef orðið vör við. Icesave-samningurinn er ekki flokkspólitískt mál heldur þverpólitískt eða ópólitískt. Hann er harmleikur þjóðar, afleiðing taumlausrar græðgi nokkurra siðlausra manna og meðvirkra meðreiðarsveina sem kunnu sér ekkert hóf. Og spilltra, vanhæfra og sinnulausra stjórnmála- og embættismanna. Það er fáránlegt að einhverjir flokkar, einkum þeir sem eru í raun arkitektar hrunsins, eigni sér andstöðu við samninginn. Þess vegna þurfa þeir sem vilja mæta á mótmælafundinn á Austurvelli klukkan 15 í dag ekki að hafa áhyggjur af því að þeir lýsi þar með yfir stuðningi við einhverja stjórnmálaflokka. Þeir lýsa yfir stuðningi við sjálfa sig, samvisku sína og þjóðina - og andstöðu við óréttlæti.

Ég veit varla lengur hvað snýr upp eða niður á Icesave-samningnum. Hvort ég er samþykk honum eða ekki. Ég les og les, hlusta, horfi og tala við fólk - og snýst í hringi. Við höfum loksins fengið að sjá samninginn (sjá viðhengi neðst í færslu) en enginn hefur ennþá séð eignirnar sem eiga að fara upp í. Hvorki samninganefndin né ríkisstjórnin, hvað þá þingmenn eða þjóðin. Ku vera mest lánasöfn og slík söfn eru ekki traustustu eignirnar nú til dags. Og ómögulegt að segja hvað gerist á næstu 7 árum. Þeir voru ekki beint sammála, Indriði H. og Eiríkur Indefence í Kastljósinu á fimmtudagskvöld."

 

 

Og þetta var líka Lára Hanna 20.06.09.

"Eins og áður sagði er ég búin að fara í marga hringi með þetta mál. Reyna að vera skynsöm, sanngjörn, raunsæ og með kalt mat. En það er alveg sama hvað ég reyni - hjartað segir NEI. Réttlætiskenndin segir NEI. Alveg sama hvernig ég hugsa þetta, frá hvaða hlið - og þær eru margar - mér finnst einhvern veginn að verið sé að byrja á öfugum enda. Hengja bakara fyrir smið. Ég get ekki samþykkt það."

Ég ætla því að mæta á Austurvöll klukkan þrjú í dag. Ekki aðeins til að mótmæla Icesave-samningnum heldur líka til að krefjast þess að tekið verði á vanda heimilanna. Okkar, sem sjáum skuldirnar okkar rjúka upp, skattana hækka, verðlagið fara upp úr öllu valdi á meðan bankar og innheimtustofnanir - jafnvel ríkisins - ganga hart að skuldurum í vanda.

Síðast en ekki síst ætla ég að krefjast réttlætis. Krefjast þess að tekið verði á sökudólgunum, þeim sem bera ábyrgð á ástandinu. Að íslenskt réttarkerfi hafi döngun í sér til að gera það sem Danirnir gerðu við Bagger - láta þá sem brutu af sér sæta ábyrgð. Ekki okkur sem alsaklaus erum."

(leturbreyting mín)

Dæmi síðan hver fyrir sig um áhrifamátt stjórnmálamanna..........

 

 


Hvíta bókin og þöggunin um staðreyndir.

Leyf mér að birta þetta fyrir þá sem ekki hafa þegar lesið það:

Fréttablaðið, 02. júl. 2009 03:13

Hvíta bókin

mynd
Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur Gylfason skrifar:

Fólkið í landinu þarf að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á því, níu mánuðum eftir hrun, að ábyrgðarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Þeir hafa nú haft níu mánuði í boði yfirvalda til að koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa verið kvaddir til skýrslutöku, það er allt og sumt. Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff, sem játaði sök fyrir sex mánuðum og reyndist hafa hlunnfarið viðskiptavini sína um sömu fjárhæð og íslenzku bankarnir, eða rösklega 60 milljarða Bandaríkjadala, hefur nú fengið 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virðist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öðru undir áleitnar grunsemdir um, að yfirvöldin standi í reyndinni að einhverju leyti með meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dæmi.

Hvað væri einfaldara en að skoða farþegalistana úr einkaþotum útrásarvíkinganna til að kanna, hverjir þágu far með þeim? Þannig væri hægt að skerpa til muna myndina af óviðurkvæmilegu samneyti stjórnmálastéttarinnar, embættismanna og blaðamanna við víkingana. Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari hafa heimild til að leggja hald á listana. Það tæki röskan mann ekki nema dagpart að kemba þá. Hafi ákveðnir embættismenn þegið far með þotunum, hafa þeir líklega brotið gegn 109. grein almennra hegningarlaga. Sönnunargögnin liggja á arinhillunni líkt og í skáldsögu eftir Kafka, en rannsóknarnefnd Alþingis sýnir þeim engan áhuga, þótt starfstími hennar sé meira en hálfnaður. Rannsóknarnefndin og sérstakur saksóknari hafa ekki heldur hirt um að taka skýrslu af Sverri Hermannssyni fyrrum Landsbankastjóra, en hann hefur í fjölda greina í Morgunblaðinu borið lögbrot meðal annars á varaformann bankaráðsins fram að hruni. Þessi dæmi virðast ekki vitna um ríkan áhuga rannsóknarnefndar Alþingis og sérstaks saksóknara á framgangi réttvísinnar.

Áhugaleysið um réttlæti og réttvísi virðist ekki vera bundið við þá, sem yfirvöldin réðu til rannsóknarinnar. Enginn lögfræðingur sótti um embætti sérstaks saksóknara, þegar það var fyrst auglýst, enda gerði ríkisstjórnin lítið úr þörfinni fyrir rannsókn á meintum lögbrotum í kringum bankahrunið og þvertók fyrir að fela erlendum mönnum stjórn rannsóknarinnar. Ekki virtist auður umsækjendalistinn vitna um ríkan áhuga meðal lögfræðinga almennt á framgangi réttvísinnar. Lögmannafélagið sendi nýlega frá sér áþekk skilaboð í formi ályktunar um „hið svokallaða bankahrun". Slíkar ályktanir sendi lögmannafélagið í Austur-Þýzkalandi frá sér með reglulegu millibili fyrir 1989. Lögmenn ganga hér fram hver af öðrum til að reyna að varpa rýrð á Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, en hún hefur lýst rannsóknina hlægilega vegna fjárskorts og vanhæfis. Ríkisstjórnin segist með semingi ætla að hlíta ráðum Evu, en hikið og seinagangurinn vekja ekki traust.

Þessi ummerki þarf að skoða í samhengi við liðna tíð. Tuttugasta öldin leið svo, að endurtekin hneyksli í gömlu ríkisbönkunum og viðskiptalífinu voru samkvæmt ýmsum skriflegum heimildum yfirleitt þögguð niður. Halldór Kiljan Laxness skaffaði í einni bóka sinna einu handhægu heimildina um faktúrufölsunarfélagið, en það var þegar nokkrir máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins meðal heildsala urðu uppvísir að umfangsmiklu skjalafalsi. Blöðin sögðu fátt, enda voru þau öll á bandi flokkanna. Þjóðviljinn andæfði, en hann var afgreiddur sem kommúnistamálgagn. Öldin okkar þegir um málið. Allir vissu, að stjórnvöld héldu verndarhendi yfir lögbrjótum. Var þá þess að vænta, að bankamenn og aðrir, sem náðarsól ríkisvaldsins skein svo skært á, færu í hvívetna að lögum? Come on.

Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson skáld er frábærlega vel skrifuð og haldgóð heimild um bankahrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Einar Már lýsir hruninu sem skilgetnu afkvæmi kæfandi faðmlags milli forkólfa viðskiptalífsins, bankanna og stjórnmálastéttarinnar. Hann skilur, að stjórnmál og viðskipti eru vond blanda, og hann dregur upp skýra og stundum sprenghlægilega mynd af spillingunni, sem gleypti Ísland. Hann er fundvís á flugbeittar samlíkingar. Hann hikar ekki við að gegnumlýsa samneyti eiturlyfjakónga í Mexíkó og systurflokks Sjálfstæðisflokksins þar suður frá, sem heitir því góða nafni Kerfisbundni byltingarflokkurinn, og lætur lesandanum eftir að draga ályktanir. Hann hellir sér yfir Samfylkinguna fyrir að hafa svikið hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Hann lýsir stjórnmálamönnum sem leiksoppum auðkýfinga líkt og unglingum, sem byrja að reykja hass og leiðast út í harðari efni. Framsóknarflokkurinn og forseti Íslands fá einnig sinn skammt. Hvíta bókin verður þýdd á erlend tungumál útlendingum til viðvörunar. Sjálfur er ég með bók um hrunið í smíðum handa bandarísku háskólaforlagi, sem vill hún heiti When Iceland Fell (Er Ísland sokkið?). Kannski ítalska þýðingin fái heitið La bancarotta.

(leturbreyting mín)


 


Þrælanýlenda 21. aldarinnar vegna spillingar stjórnmálakerfis.

Ætla nú ekki að tjá mig mikið um Davíð Oddsson. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, eins og málækið segir. Ég trúi því nú vart að hann sé alsaklaus af glæpnum.

Niðurstaða: Samfylkingin mun samþykkja samninginn með allri sinni höfðatölu og þeir þingmenn VG sem að hingað til telja sig hafa verið efins um samninginn, munu alveg gerbreyta um skoðun, "vegna nýrra gagna sem að komið hafa fram".

Og glæponarnir 7 í Landsbankanum munu sleppa og lifa í vellystingum praktuglega. Í öðrum lýðræðisríkjum yrði þeim stungið bak við lás og slá.

Útrásarvíkingarnir Jón Ásgeir, Bjarni Ármanns, Hannes Smárason og hvað það heitir allt þetta lið, lifa enn í taumlausum lúsus, en þjóðin á að borga brúsann því að stjórnmálaflokkarnir hafa svo mikið að fela að það þolir ekki dagsljósið.

Fáir mótmæla á Austurvelli nú..........

Spilling stjórnmálaflokkanna og stjórnmálakerfisins á sem sagt að gera Íslendinga að þrælum næstu aldir.

Get ekki beðið eftir að geta flutt úr landi............


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurlandsást fjárglæframanna, Icesave og ættmennin okkar.

Hvaða fornaldarfrægð er nú hér að finna,

sem að fornaldarkempur nenntu að sinna?

Sjálfstæði þjóðar sem lagt skal að veði,

með háleitar hugsjónir fráleitt að geði.

 

Steingrímur segir: "Það er ég eða þjóðin,

 aldrei að vita, nema við finnum sjóðinn:

Sem að tilbúinn er, að gefa okkur smá."

 Það megum við þjóðin ei um okkur tjá.

 

Háleitar hugsjónir Steingríms og mín,

sameinumst bara og birtist ný sýn.

Með réttlæti að vopni, ICESAVE að baki

vonandi  hjá þér, eitthvað á slaki.

 

Steingrímur hættu nú ráðherraríki,

hættu fyrr en að við lendum í díki.

Þó Jóhönnu og Svavari varla við tjónki,

þú mátt vart svo við,  að við þeim svo þjónki.


mbl.is BSRB semur við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum við ekki bara rúntinn í sumar og samþykkjum Icesave? Taka 2.

Er þetta ekki að verða "pínulítið" brjálæði?  Hvað fær ríkið annars háa prósentu af hverjum lítra? Er þjóðin hreinlega búin að gefast upp á því að mótmæla? Eins og ég sagði í bloggi fyrir nokkrum dögum síðan: Förum við ekki bara rúntinn í sumar og samþykkjum Icesave?
mbl.is Skeljungur hækkar um 12,50
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin og súkkulaðið.......

Í tengslum við Vinstri græn, vil ég bara segja : Kommúnistar eru og verða kommúnistar, þeir reyna að blekkja fólk með ýmsum nöfnum en innrætið er það sama.

Meira að segja Halldór Laxness reyndi, áður en hann gerði upp við kommúnismann, að afsaka það sem hann sá með eigin augum í Moskvu á sínum tíma.

Einræðistilburðir Jóhönnu Sig. valda mér aftur á móti meiri furðu. Á blaðamannafundi í gær, var greinilegt, þar sem að hún sat á milli Gylfa Magnússonar og Steingríms J. að hún réð í raun öllu sem að var sagt þarna.

Þrátt fyrir ábendingar margra vel menntaðra manna hérlendis og erlendis, situr Jóhanna fast við sinn keip og segir að við, þjóðin, eigum að borga sukk og svínarí 7 manna skúrkaraliðs hjá "fyrrum" Landsbanka eða hvað menn kjósa að kalla þá "fyrrum stofnun". Er það kannski Gamli Landsbanki?

Manneskja sem að hefur gefið sig út fyrir það undanfarna áratugi að berjast fyrir lítilmagnanum. Kannski er hægt að telja henni trú um ýmislegt, þar sem að hún skilur ekki ensku og verður að treysta á enskumælandi menn í sínum röðum. En nei, varla, og þó...... hvað veit maður?

Ekki má svo gleyma þeirri skuldaslóð sem að Jón Ásgeir, Bjarni Ármanns og um 20 aðrir meintir forhertir fjárglæframenn hafa kallað yfir þessa þjóð og finnst allt í lagi að þjóðin borgi brúsann.

Spillingin nær til innstu raða stjórnmálaflokkana og þolir ekki dagsljósið. Þess vegna átti í raun aldrei að greina okkur frá því  hvað Icesave snerist um í raun og veru.

Sagðist Björgólfur Thor ekki ætla að koma og hjálpa til. Hvar er hann?

Og síðan er Bjarni Ármanns bráðum aftur mættur á svæðið, sem hluthafi í súkkulaðiverksmiðju.

Sem betur fer finnst mér súkkulaði vont, annars væri ég í vondum málum.


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband