Færsluflokkur: Dægurmál

"...... og eitthvað fleira virðist vanta upp á ......"

Hógværð og lítillæti sjálfstæðismanna

Nú skilur maður betur hvernig Sjálfstæðisflokknum tókst að steypa þjóðinni í glötun. Var það kannski bæði stefnan OG fólkið eftir allt saman...? Hér er nú aldeilis ekki lítillæti eða hógværð fyrir að fara og eitthvað fleira virðist vanta upp á. "  (leturbreyting mín)

Eru þetta ekki dylgjur um mann sem að er með alveg ágætis þátt á ÍNN? Ég horfi reglulega á hann: Óli á Hrauni, og finnst þátturinn bara alveg ágætur.


Strengjabrúður, sjómennska og kínverskar gluggauppsetningar. Steingrímur J. og co.

Ný heiti, sömu sjónarmið, sama taktíkin. Var ekki til flokkur hér "í den" sem að hét Kommúnistaflokkur Íslands (leiðréttið mig ef að ég fer ekki með rétt mál), einnig Alþýðubandalagið, en sá flokkur var svo tengdur Moskvukommúnístum að það gekk auðvitað ekki að halda því nafni.

Kannski hafa einhver nöfn fylgt í kjölfarið til að bæta ímynd kommúnistanna en núna heitir það VG, Vinstri flokkurinn grænt framboð.

Flokkur sem að hefur í raun aldrei sagt skilið við Moskvukommúnismann, hvernig sem að hann talar og hvað sem að hann kallar sig.

Jóhanna sér sér nú leik á borði í Icesaveástandinu og veit að Steingrímur J. er að berjast fyrir pólitísku lífi sínu og hlífir honum hvergi. Icesave skal samþykkja og hún þekkir samverkamann sinn í ríkisstjórn, Steingrím J. það vel, að hann er tilbúinn að gera hvað sem er fyrir völdin. Hún þekkir nefnilega þankagang kommúnista og veit að það er hægt að kaupa þá endalaust. Og þetta nýtir hún sér að sjálfsögðu.

Búin að fá VG til að samþykkja aðildarviðræður að ESB og veit að Steingrímur mun berjast eins og ljón fyrir pólitísku lífi sínu, já jafnvel með þvi að senda menn í sjómennsku þar sem að þeir fá 100 000  kall á klst. en staðgengillinn mun samþykkja Icesave á meðan.

Katrín Jakobsdóttir með fjárglæframann sem ráðuneytisstjóra, keyrir áfram uppbyggingu á Tónlistarhúsinu, sem að byggist víst aðallega á afskaplega flókinni rándýrri gluggauppsetningu sem að engir nema Kínverjar geta unnið. Var einhverntímann verið að huga að því að minnka atvinnuleysi á Íslandi?

50% niðurskurður í fjarkennslu í Fjölbrautarskólum landsins næsta vetur og Guð má vita hvað kemur næst. Kannski Kolbrún Halldórsdóttir sem að tekur við af Tinnu Gunnlaugsdóttur?

Guðfríður Lilja í endalausu vafaástandi með afstöðu sína til ESB og Icesave. Guðfríður mín, þú blekkir ekki fólk endalaust.

En það má ekki snerta við "sjóðum" útrásarvíkinga, né leita í skattaskjólin. Það á að heita að "sérstakur" saksóknari sé að ganga í þessi mál, en þar er eingöngu verið að slá ryki í augu almennings.

Subbuskapur í launakjörum skilanefnda bankanna er svo kapítuli út af fyrir sig

Það á ekkert að gera og almenningur skal fá að borga brúsann. Öryrkjar eiga nú að fara að borga bifreiðagjöld, svona smá dropi í hafið í uppfyllingu fyrir glæpastarfsemi útrásarvíkinganna.

Sérstök slóð er nú komin inn á vef Tryggingarstofnunar ríkisins, þar sem að fólk getur nafnlaust, já nafnlaust, komið með ábendingar um tryggingarbótasvik. Smekklegt finnst ykkur það ekki?

Valtýr Sigurðsson situr enn og Eva Joly er farin, eða allavega á leiðinni burt.........

Ja hérna Steingrímur J., kommúnistar eru alltaf samir við sig.

 


mbl.is Fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lumar einhver á slóð úr Silfurtungli Halldórs Laxness?

Vil gleyma pólitíkinni smástund. Lumar einhver á slóð þar sem að Diddú eða einhver sambærilega góð/góður, syngur eftirfarandi úr Silfurtunglinu eftir Halldór Laxness?

HVERT ÖRSTUTT SPOR    Smile

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn,
er orðin hljómlaus utangátta og tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,

hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,

já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofar standi minni þakkargjörð,
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt

Texti: Halldór K. Laxnes


Til hamingju Ísland þvi að ég fæddist hér................ Guð minn góður.

Crying Nú hlakkar í Jóhönnu Sig. Sá það heldur betur á svipnum hennar á Alþingisrásinni áðan. Hrokinn bókstaflega skín af þessari manneskju.  

Búin að kúga VG til hlýðni. Hvenær ætlar þessi ríkisstjórn að koma sér burt. En það er næsta víst að Steingrímur J. mun þurfa að flýja hérað á næstunni. Guðfríður Lilja alltaf jafn brosandi og sæt...

Og svo er bara að keyra Icesave áfram líka. Jóhanna með sinn hroka og vill ekki tala við landsmenn í sjónvarpi, með pálmann í höndunum og við þegjum.

Guð blessi Ísland ............


mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prókúruhafi á bankareikninginn minn, má ég ekki fá að velja hann sjálf?

Elvira Mendez, sérfræðingur  í Evrópurétti við Háskóla Íslands, telur að Icesave-samningurinn sé meingallaður, líkt og hún hafi rökstutt í greinargerð til fulltrúa stjórnvalda. 

Hún líti svo á að samningurinn brjóti í bága við Evrópurétt. Já hvorki meira né minna.

Þór Saari segir í fréttinni sem að fylgir þessari færslu:

 „Sendiherranum í Bretlandi var haldið algerlega utan við allt þetta ferli. Og hann er aðal diplómatinn sem hefði átt að vera í miðju málsins. Í staðinn var Svavar Gestsson gerður að formanni sendinefndarinnar. Hann er ekki maður sem að hefur nokkra burði til að taka þátt í svona samningaviðræðum. Svavar er búinn að koma þrisvar fyrir nefndina, fjárlaganefnd, og það er algjörlega greinilegt að hæfni hans er enginn.“

Það, að hafa Svavar í forsvari fyrir samninganefndinni, en ekki sendiherrann í Bretlandi, segir manni að það er eitthvað gruggugt í þessu máli, sem að átti og/eða á, að fela fyrir almenningi og Alþingi. Ég er viss um að það er ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar ferli þessa máls, og hina heiftúðugu framkomu þessara þjóða, Breta og Hollendinga, gagnvart okkur. Hvers vegna að gefast upp eins og lufsur?

Nei, þarna býr eitthvað miklu meira að baki. Varla eingöngu vanhæfni Svavars, mig grunar að það sé annað og meira. Flýtirirnn með þetta mál er t.d. svolítið furðulegur.

Sendiherrann hefði að sjálfsögðu þurft að vinna samkvæmt sínum eiðstað sem sendiherra. Þetta liggur í augum uppi. Þar hefði ekkert gruggugt mátt vera uppi á borðinu. Já, svo dæmi sé tekið.

ESB málið mun að öllum likindum fara til afgreiðslu þingsins í dag. Þetta mál er undanfari þess að geta keyrt Icesavesamninginn síðan i gegn. Þetta sjá erlendir fjölmiðlar þó svo að íslenskum fjölmiðlum yfirsjáist þetta á einhvern yfirnáttúrulegan hátt.

Ef að íslenskum almenningi sem að tök hafa á, finnst það ekki skylda sín að mæta á Austurvöll í dag, þá veit ég ekki hvenær væri tilefni til þess?

Nema.... að við höfum stórkostlegan áhuga á að fara undir dönsku eða norsku krúnuna? Við værum víst ekkert verr sett þar en ég held að þessar þjóðir vilji ekkert með okkur hafa.

Ef að við spyrnum ekki við fótum, hafa íslenskir og erlendir ráðamenn prókúruhafarétt á bankareikningum okkar næstu áratugina. Er þetta það sem að við viljum?


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarleg fréttamennska orðin lýjandi.

Furðuleg er blaðamennskan á Íslandi. Umfjöllun um hin augljósu tengsl ESB málsins og Icesave er hvergi að finna í fjölmiðlum nú. Já, og Kastljós í fríi.

ESB málið skal keyrt í gegn í vikunni, svo að hægt sé að ganga frá Icesave í framhaldinu. Erlendir fjölmiðlar tala um þessi augljósu tengsl, en þeir íslensku? Ó nei.

Það þýðir lítið fyrir Pál Magnússon að æsa sig við starfsmenn sína varðandi minnkandi áhorf á Ríkssjónvarpið, á meðan að það getur ekki sinnt þeirri lágmarksskyldu sinni að veita upplýsingar, og já að veita réttar upplýsingar.

Er ekki nefskattur í næsta mánuði? Fyrir hvað erum við, sonur minn og ég að borga 36 000 kr. í næsta mánuði?


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bönkum skal bjargað, heimilum fórnað", já það er mottóið.

"Bönkum skal bjargað en heimilum fórnað" ætti að vera slagorð þessarar ríkisstjórnar. Icesavemálið er aðeins einn angi þess máls. Gerendunum, þeim sem að fóru út í Icesavegjörninginn skal hlíft en heimilin skulu veskú fá að blæða fyrir.

Með gjaldeyrishöft nokkur ár í viðbót, er óvíst hversu mörg fyrirtæki verða lifandi í landinu að þeim tíma liðnum, hvað þá, í framhaldi af því, hvaða ástand verður í atvinnumálum og á heimilum þessa lands.

Gífurlegt atvinnuleysi blasir við með áframhaldandi gjaldeyrishöft, nóg er nú samt. Heimilin munu halda áfram að hrynja og þá er nú ekki mikið eftir. Eru það ekki heimilin í landinu sem að halda þessu þjóðfélagi gangandi?

Ef þessi ríkisstjórn fær að starfa áfram í friði, mun hún skilja eftir sig sviðna jörð, og já, þá meina ég sviðna jörð.............

Það er sem sagt "Icesavegjörningur" og enn blóðugri niðurskurður en orðið er, í boði núverandi landsfeðra.

Hvers vegna mótmælir enginn á Austurvelli nú?


mbl.is Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Þór á einkatrippi fyrir Davíð Oddsson? Svavar að reyna að bjarga pólitískum ferli Steingríms J.

Það á víst að vera að bjarga fjármálum heimilanna, en hvar standa þau úrræði nú? Þau standa víst í  argaþrasi stjórnmálaflokkanna.

Hvenær, já hvenær hættir maður að vera hissa? Svavar, er eitthvað að, og já hvað hefur þú haft í laun fyrir Icesavesamninginn, ég er nefnilega skattborgari þessa lands?

En það er greinlega margt sem að kemur Svavari Gestssyni alveg gífurlega á óvart. Hvar hefur hann verið í staddur í tilverunni undanfarnar vikur og mánuði?

Nú er hann greinilega kominn í það hlutverk að bjarga stjórnmálaferli Steingrims J.

Svavar minn ættir þú ekki að vera kominn á elliífeyrinn í stað þess að vera að standa í þessu Icesavemáli? Láttu þér menntaðri menn um það Svavar góður.

Sjá neðanmálsgrein, leturbreytingar mínar.:

Innlent - þriðjudagur, 14. júlí, 2009 - 08:20

Svavar hissa á pólitískum áróðri úr Seðlabanka - Árni Þór: Starfsmaður á einkatrippi fyrir Davíð Oddson

svavargestsson2.jpgSeðlabankinn stundar pólitískan málflutning í sínu áliti um Icesave samningana. Þetta sagði Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar Íslands vegna Icesave skuldbindinganna, í morgunfréttum Ríkisútvarpsins.

Gagnrýni lögfræðideildar Seðlabankans var fjölþætt og kemur hún Svavari í opna skjöldu. Hann bendir á að Seðlabankinn hafi átt sinn fulltrúa í nefndinni, sem hafi starfað með henni allan tímann, og því einkennilegt að gagnrýna nú að ekki hafi verið leitað til bankans að öðru leyti.

“Pólitískur málflutningur”

En það er fleira í álitinu sem kemur Svavari á óvart í áltiti lögfræðinganna. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til þeirra erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í.

Svavar segir Brussel viðmiðin ekki geta breytt neinu um samninginn sem slíkan, hins vegar breyti þau miklu um aðdraganda málsins og það sé allt annað mál.

“Þarna er lögfræðideildin komin í pólitískan málflutning og það kemur mér líka á óvart,” segir Svavar.

Þá telja lögfræðingar Seðlabankans að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga. Þessi ummæli koma Svavari ekki síður á óvart en hin fyrri. Hann segir að breskir lögfræðingar hafi svarað þessu og að þau gögn liggi hjá fjárlaganefnd.

Árni Þór: Ekki álit Seðlabankans - starfsmaður á einkatrippi fyrir Davíð Oddsson

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tók undir þessa gagnrýni Svavars á morgunvakt Rásar 2. Hann benti á að hann hafi fengið bréf í gærkvöld þar sem borið er til baka að álitið sé formleg skoðun Seðlabankans og því sé álitið marklaust, að hans mati.

“Það dregur verulega úr trúverðugleika álitsins, ef það er ekki unnið fyrir hönd stofnunar, heldur aðeins persónulegt álit viðkomandi starfsmanns,” sagði Árni Þór.

“Það er einfaldlega verið að blekkja þingnefndirnar með þessum hætti. Ég velti fyrir mér hvort menn séu þarna á einhverju einkatrippi. Fyrir mér virðist sem viðkomandi starfsmaður sé enn að vinna fyrir Davíð Oddsson. “


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flettigluggi Egils - enginn Davíð Oddsson?

Öðru máli  þessu tengt, hvers vegna sýnir enginn flettigluggi  http://www.eyjan.is  brot úr frétt/viðtali við Davíð  Oddsson úr þættinum Málefninu frá því í gærkvöldi?

Ekkert hefur borið á því síðan í gærkvöldi. Einhverntímann hefði þetta þótt tilefni til flettifréttar en ekki nú. Eitthvað viðkvæmt Egil minn í þetta sinn. Skammastu þín Egill, þú afhjúpar þig nú.

Þú vilt kannski koma þessu á hreint og upplýsa þjóðina með þessari afstöðu þinni?


mbl.is Of miklar fjárfestingar í tengdum bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband