Færsluflokkur: Dægurmál

Söfnunarátak fyrir svöng börn.

Um 50 milljónir söfnuðust í söfnunarátaki Hjartaheilla á Stöð 2 núna um helgina til kaupa á hjartaþræðingartæki og mér skilst að söfnunin standi enn yfir. Ég spyr, hvers vegna sér heilbrigðisráðuneytið ekki um kaup á slíku tæki? 

Ég tel að það eitt og sér, að ef að sjúklingar þyrftu ekki að leita sér læknishjálpar erlendis, myndi  það spara ríkissjóði umtalsverðar fjárhæðir t.d. í vinnutapi og fleiru. Ég tala nú ekki um ferðakostnað.

 Hvar er söfnunarátakið fyrir heimilin í landinu, eða eru fjölmiðlarnir enn að "kóa" með ríkisvaldinu, núverandi og fyrrverandi og á hreinlega að þagga niður það ástand að þúsundir manna eigi ekki fyrir mat?

Ég óska hér með eftir því að Stöð 2 og/eða Ríkissjónvarpið standi að söfnunarátaki fyrir heimilin í landinu, svo að börnin fari ekki svöng að sofa.


mbl.is Hátt í 50 milljónir króna söfnuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð (Jesú?!) .... að eilífu amen, eða hvað?

Jesú Kristur var krossfestur forðum daga. Hann var boðberi kærleikans og það kunnu misyndismenn þess tíma ekki að meta. Að sjálfsögðu skyldi ráða þann mann af dögum sem að taldi hamingju felast í kærleik og umhyggju fyrir náunganum, en ekki í eltingarleik eftir gullkálfinum. Hvað hefur breyst? Hvar eru farísear okkar tíma?

Undarlegt þegar að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins líkir örlögum sínum við örlög Krists á krossinum. Þessi fyrrum formaður lofsöng útrásarvíkingana, sem að stálu bönkunum (peningum landsmanna) innan frá, í taumlausri grægði sinni og siðvillu. Fyrir þessum mönnum söng þessi fyrrv. formaður ferfalt húrra og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.

Í febrúar 2008 varaði hann stjórnvöld við í hvað stefndi í hagkerfi þessa lands, en birtist svo á á sjónvarpsstöð erlendis um mánuði seinna og sagði að "economy of Iceland is quite extraordinary good", sem sagt það væri allt í himnalagi á Íslandi. Hvernig er hægt að taka mark á þessum manni? Vil ég minna á hér að Davíð Oddsson var valinn versti seðlabankastjórin Evrópu, fyrir ekki svo mörgum vikum síðan, af virtu viðskiptatímariti.

Í ræðu sinni á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins fer Davíð í gamalkunnar stellingar, hæðir og spottar menn, miklar sig á kostnað annarra. Þetta er gamalkunn aðferð þeirra sem að hafa engar málfefnalegar varnir. Það má segja að það hafi verið dapurlegt að hlusta á þennan mann, enn dapurlegra var að hlusta á klappliðið fyrir aftan, sem að reyndi að láta þetta allt saman líta vel út á ljósvakamiðlunum.


Búsáhaldabylting hvað?

Er þetta virkilega að gerast? Þjóðin er að fara í kosningar eftir tæpan mánuð og núverandi stjórnarflokkar fengju meirihluta á Alþingi ef að kosið væri nú. Dag eftir dag heyrum við tölur af stigvaxandi fjölda fólks sem að á ekki fyrir mat og þarf að leita á náðir hjálparsamtaka.

Davíð Oddsson myndi ábyggilega orða þetta á sinn ósmekkvísa hátt, eins og hans sagði forðum daga, að það væri alltaf til fólk sem að væri tilbúið að þiggja ókeypis mat. Það eru liðnir 6 mánuðir frá hruni og ekki bólar neitt á neinni skjaldborg nema ef að vera skyldi skjaldborginni um Alþingi.

Steingrímur J.er orðinn svo "slípaður" eftir að hafa fengið ráðherraembættið að það ætti hreinlega að  búa til heimildamynd um manninn "fyrir og eftir ráðherraembætti". Jóhanna tók víst ekki þátt í neinu í fyrri ríkisstjórn sem að stuðlaði að hruni bankanna. Það var víst allt hinum að kenna. Hvar er skjaldborgin um heimilin og hvar er Eva Joly?


mbl.is Metaðsókn hjá Samhjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðalmennskan í Idol stjörnuleit.

Furðuleg útkoma í Idol stjörnuleit. Keppendur sem að sýna meðalmennsku þátt eftir þátt komast áfram, en keppendur sem að eiga einn slæman dag eftir erfiða veikindaviku eru dæmdir úr leik. Hrafna og Georg Alexander tvö neðstu í kvöld, ég er sammála Selmu, þetta er skandall.

Ég er aftur á móti ekki sammála Birni Jörundi að maður með 41 stigs hita og ælupest sé aumingi ef að hann sé ekki að æfa textann heima í rúmi við svona kringumstæður.

Björn Jörundur vertu ekki að reyna að leika Bubba Morthens, í fyrsta lagi hefur þú ekkert í hann að gera og svo er það ekkert til eftirbreytni að "reyna" að leika Simon Covell.

 Vona að Matti haldi áfram í næstu viku, annars nenni ég ekki að horfa/hlusta á meðalmennskuna lengur.


Hvar er Eva Joly?

Enn og aftur heyrir maður af því að nú skuli fjölga þeim einstaklingum sem að rannsaka skuli aðdraganda og orsök bankahrunsins. Núna síðast í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Svo sem allt gott um það að segja.

 En ég spyr: Hvar er Eva Joly? Fyrir nokkrum vikum síðan stóð til að hún yrði ráðin til að rannsaka þetta mál. Fyrir nokkrum dögum síðan var minnst á það í fréttum að ekki væri víst að hún yrði ráðin til starfans vegna kostnaðar sem af því hliti.

 Það vita jú allir að Eva Joly hefur ákveðnar og sterkar skoðanir á því hvernig eigi að taka á fjárglæframönnum. Skildu einhverjir hafa orðið hræddir og kippt í einhverja spotta?


Jóhanna á reynslulausn fyrir góða hegðun?

Spaugstofumenn tóku vel á málum s.l. laugardag um "afplánun " Jóhönnu Sigurðardóttur í stjórnmálum s.l. 20 ár.

Nú er hún búin að bjóða sig fram til formanns, á síðustu stundu að sjálfsögðu vegna þrýstings. Já svona gerast hlutirnir.

Nú í gær kom fram að Samfylkingarfólk ásamt Sjálfstæðismönnum tóku ekki mark á athugasemdum frá Davíð Odddssyni fyrrv. Seðlabankastj. í febrúar 2008 að ískyggilegir hlutir væru að koma fram á fjármálamörkuðum hérlendis.

Geir H.Haarde og Ingibjörg Sólrún héldu út í heim og sögðu að allt væri í himnalagi á Íslandi, þvert á þær upplýsingar sem að komu frá Davíð.  Jóhanna Sig. "kóaði" með í þessari atburðarás.

Ég vona bara Jóhanna mín, að eftir kosningarnar 25. apríl , þar sem að þú verður væntanlega forsætisráðherra (allt fyrirfram ákveðið), fáir þú  reynslulausn hið fyrsta vegna "góðrar hegðunar í fyrri ríkisstjórn". 


Alvarlegt einelti getur verið ávísun á sjálfsvíg.

Ég vil tjá mig hérna um umræðuna sem að hefur verið vegna eineltismálsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Gerendur eineltisins eru ennþá í skólanum og þolandinn þurfti sjálfur að leita sér læknishjálpar.

Ég á son sem að varð fyrir einelti árum saman í grunnskóla  Þeir atburðir sem að áttu sér stað þá, hafa markað líf okkar, mín og sonar míns æ síðan. Það eru 8 síðan að hann losnaði úr þessum skóla.

Þetta einelti var hrottalegt bæði andlegt og líkamlegt. Það var oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að hann hugsaði um að fyrirfara sér. Ég þakka Guði fyrir að hafa son minn ennþá hjá mér.

Ég efast um að líf okkar muni nokkurn tímann verða eins og það var. Sonur minn er samt alveg ótrúlega kröftugur, dugmikill og kjarkmikill. Hann er ennþá að hugsa til baka og tala um fortíðina og finnst mér það gott. Maður á nefnilega að ræða málin, það er besta lækningin.

 En nei, hann er ekki alveg tilbúinn að fyrirgefa, held ég. Kannski einhverjir gæfu sig fram og bæðu hann afsökunar? Hann hefði þá valið sjálfur, aldrei þessu vant.

Ég er mjög stolt af hans kjarki og þor, hann fer sínar eigin heilbrigðu leiðir í lífinu. Og hann er svo þrjóskur að ég veit að ef að hann bítur eitthvað i sig þá fer hann ansi langt á þrjóskunni.

En erfiðar stundir geta komið og þá ræðum við þær. Grundvallaratriðið er að tala saman um hlutina.

Ég er móðir hans og því hef ég aldrei talið það eftir mér að berjast fyrir son minn. Sársaukafullt var það engu að síður þegar þáverandi skólastjóri, hrópaði að mér fyrir fyrir um 6 árum síðan í viðurvist sálfræðings sonar míns, að sonur minn hefði aldrei orðið fyrir einelti og það væri ekkert einelti í hans skóla.

Þess vegna vil ég segja við þolendur eineltis og aðstandendur þeirra: Gefist aldrei upp, rétturinn er ykkar!


Hey Joanna.......

Hvar ertu Jóhanna? "Við sjáum nú til lands" segja bæði Gylfi Magnússon og Steingrímur J. í fréttum Ríkissjónvarpssins í kvöld. Vorum við sem sagt bara að bíða eftir að geta sett Byrr og Spron á hausinn. Alveg furðuleg röksemd þar á ferð?!

Viðræður við kröfuhafa voru í góðum gír, þegar að Gylfi sér sig knúinn til þess að segja upp starfsfólki Byrr og Spron á laugardagseftirmiðdegi s.l.

Já og við erum að fara í kosningar FootinMouth nei ekki ég.


Ingimar Karl enn og aftur frábær.

Haltu svona áfram Ingimar Karl. Langt síðan að maður hefur heyrt þennan tón hjá fréttamanni. Þeim sem að ekki hlustuðu ekki á fréttir Stöðvar 2 í kvöld, er bent á að horfa á endursýningu eða á netinu. Rifjar upp fortíðina á alveg stórkostlegan hátt!

Neyðarlínan og Goldfinger?

Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokknum finnur allt í einu hjá sér sök þegar að upp kemst um fjárframlag Neyðarlínunnar?  Eitthvað dularfullt þar á ferð.

Hvernig var með þetta fjárframlag Geira á Goldfinger til Sjálfstæðisflokksins 300 000 kall takk! Hámarkið sem að mátti veita hverjum stjórnmálaflokki?  Eru einhver "hagsmunatengsl" þar á ferð?


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband