5.3.2010 | 22:13
Kostulegur Steingrímur og furðuleg Jóhanna. Er þetta virkilega fólkið sem að stjórnar landinu?
Eftir Kastljósviðtal kvöldsins við Steingrím, fær maður enn sterkari tilfinningu fyrir því að kosningarnar á morgun eigi bara að fara fram til þess að friða almenning og niðurstaðan muni ekki skipta nokkru einasta máli. Það er grafalvarlegt mál þegar leikið er með lýðræðislegan rétt almennings enn einu sinni. Þegar maður hugsar til þess hvernig komið var í veg fyrir að við fengjum að greiða atkvæði um fjölmiðlalögin forðum daga, er manni nóg boðið.
Jóhanna ætlar ekki að mæta á kjörstað og Steingrímur ekki heldur. Þau eru að sýna lýðræðislegum vinnubrögðum þvílíka vanvirðingu að það er leitun að öðru eins. Taka skal fram að heimsbyggðin fylgist með framvindu mála hér Íslandi. Þessi atkvæðagreiðsla hefur mikið að segja varðandi framvindu svipaðra mála í heiminum. Hún skapar fordæmi. Ennfremur er líka litið til þess að þarna eru 2 stórríki að ráðast á lítið eyland. Þetta hefði aldrei gerst ef að við værum stórþjóð, svo einfalt er það. Ætlum við að borga skuldir óreiðumanna? Ég segi NEI!
Tilbúnir til frekari viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ,æ góða Þórkatla !
Hversvegna svona ill útí Steingrím og Jóhönnu ?
Ertu virkilega búin að gleyma orðum Steingríms í nóvember 2008 ?
Jú, hann sagði orðrétt.: " Það verður BYLTING í landinu ef þessi Icesave reikningur verður greiddur" !!
Okkar maður ætið maður sinna orða !
P.S.
Mundu fyrirmælin frá Jóhönnu.: Sitjum heima á morgun - enda búið að spá rigningu og slyddu. Við ætlum öll þrjú að sitja saman heima, og horfa á enska boltann !
Áfram K.R. !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:45
Gangi ykkur vel öll þrjú. Það er svo þægilegt að taka ekki afstöðu. Endilega bara að borga allt sukkið....................
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 5.3.2010 kl. 22:57
Þakka þér Þórkatla
Þau ætla að sitja heima á meðan við vinnuveitendur þeirra erum að reyna að bjarga okkur undan þeirra óráðum. Líðræði er ekki hátt skrifað hjá þeim Steingrími og Jóhönnu svo sem sjá má á öllu því sem ekki hefur verið gert á liðnu ári sem og þeim óhæfuverkum sem unnin hafa verið.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2010 kl. 23:00
"... öllum þremur....." átti þetta að vera.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:00
Hrólfur ég er hjartanlega sammála þér. Við kusum þau til valda en þau sýna okkur yfirlæti og hroka.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:03
Kommúnista-fasistar hafa hvorki áhuga á lýðræði eða fara eftir lögum. Jóhanna er í persónulegri fýlu, setur nefið up í vindinn og ætlar ekki að kjósa og Steingrímur er arfaillur og stingur höfðinu ofan í jörðina og kýs ekki heldur.
Hann kýs ekki einus sinni með samningum sem hann vildi sjálfur ólmur samþykkja og finnst ekkert athugavert við að kjósa ekki. Mótsagnirnar eru svo gríðarlegar í málflutningi og röksemdum Steingríms, hann getur verið í mótsögn við sjálfan sig í einni og sömu setningunni. Það er orðið spurning hvort maðurinn er heilbrigður.
Anna B. Hjartardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.