19.4.2009 | 15:26
Manchester United vs. Everton
Þar sem að ég er forfallinn aðdáandi Manchester United, er núna horft á undanúrslitaleik Man. United - Everton í Ensku bikarkeppninni í mikilli spennu. Ferguson hefur tekið lykilmenn út úr liðinu að þessu sinni.
Rooney, Ronaldo, Van der Sar og Giggs eru fjarri góðu gamni að þessu sinni. Ferguson virðist vera ansi sigurviss í þessum leik. Ég og sonur minn, sem að kann ensku knattspyrnusöguna svo til utan að, höfum líka áhyggjur, en sonur minn virðist samt ótrúlega rólegur.
Hann treystir á sína menn. Nú krossleggjum við bara fingur og vonum að það verði Man.United sem að mætir Chelsea í úrslitaleiknum.
Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að Everton taki þennann leik samt...Bestu kveðjur.
Halldór Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 15:41
Meðalaldurinn var ansi lágur í þessum leik hjá United, greinilegt að Ferguson leggur meiri áherslu á deildarleikinn á miðvikudaginn. En þrátt fyrir tap þá var gaman að sjá þessa ungu drengi spila. Rafael, Fabio og Welbeck allir 18 ára, Macheda 17 ára. Svo er þessi Gibson 21 árs. En þetta var virkilega langur og leiðinlegur leikur samt sem áður.
Jon Hr (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:07
Já, það var greinilegt að Ferguson var að spara sína bestu menn fyrir miðvikudaginn og vildi ekki taka neina áhættu. Leikurinn var ferlega leiðinlegur og hvorugt liðið var að sýna nokkra takta. Til hamingju með sigurinn Evertonaðdáendur.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.