27.4.2009 | 14:15
Datt manni ekki í hug?! Kosningarnar voru skrípaleikur.
Ástþór Magnússon nefndi það í fréttaskýringaþætti hjá RÚV í gær, að Sigmar Guðmundsson hefði meinað honum um aðild að Kastljóssþætti fyrir kosningar. Ef rétt er, er þetta alvarlegt mál. Hvort sem að hann heitir Ástþór eða eitthvað annað, var hann kominn með tilskilinn rétt til framboðs og fréttastofa RÚV átti að haga sér í samræmi við það.
Atli Gísla: Samfylking ætti að leita annað
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að sín persónulega skoðun sé sú að miðað við áherslu Samfylkingarinnar á ESB-umsókn ætti flokkurinn frekar að kanna möguleika á stjórnarsamstarfi við aðra en VG.
Þetta kemur fram í viðtali við Atla í Morgunblaðinu í dag.
Miðað við þá þungu áherslu sem hún lagði á þetta í [fyrri-]nótt... þá ætti hún frekar að leita eftir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, það er mín persónulega skoðun, er haft eftir Atla.
Atli ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að ESB og vill ekki að Ísland sæki um nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn.
Á sama vettvangi segir Róbert Marshall, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, að flokkurinn ætti frekar að setjast í stjórnarandstöðu en að gefa eftir í ESB-málunum.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.