Datt manni ekki í hug?! Kosningarnar voru skrípaleikur.

 Hver er alvaran, var verið að hafa kjósendur ESB aðildar að fíflum? Það virðist vera svo, miðað við yfirlýsingar Atla Gíslasonar þingmanns VG og Róberts Marshalls þingmanns Samfylkingar. Eru þeir að tala í nafni sinna flokka? Fyrir kosningar fullyrtu formenn Samfylkingar og VG að lending myndi nást milli flokkana um ESB aðild. Þeir ættu að takast aðeins fastar í hendur, Össur og Steingrímur J.!
Mér finnst skrítið að lítið skuli hafa verið talað um það, að þessi tveir þingflokkar, Samfylking og VG, ná ekki 50% greiddra atkvæða. Ég er búin að hlusta á alla fréttatíma og fréttaskýringaþætti og þetta kemur hvergi fram. Er einhver þöggun í gangi hjá ljósvakamiðlunum? Ég er Samfylkingarkona og er ekki sátt, rétt skal vera rétt.

Ástþór Magnússon nefndi það í fréttaskýringaþætti hjá RÚV í gær, að Sigmar Guðmundsson hefði meinað honum um aðild að Kastljóssþætti fyrir kosningar. Ef rétt er, er þetta alvarlegt mál. Hvort sem að hann heitir Ástþór eða eitthvað annað, var hann kominn með tilskilinn rétt til framboðs og fréttastofa RÚV átti að haga sér í samræmi við það.

Atli Gísla: Samfylking ætti að leita annað

Atli Gíslason, þingmaður VG, hefur sínar persónulegu skoðanir á ESB-þunga Samfylkingarinnar.

Atli Gíslason, þingmaður VG, hefur sínar persónulegu skoðanir á ESB-þunga Samfylkingarinnar.

Mánudagur 27. apríl 2009 kl 09:21

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að sín persónulega skoðun sé sú að miðað við áherslu Samfylkingarinnar á ESB-umsókn ætti flokkurinn frekar að kanna möguleika á stjórnarsamstarfi við aðra en VG.

Þetta kemur fram í viðtali við Atla í Morgunblaðinu í dag.

„Miðað við þá þungu áherslu sem hún lagði á þetta í [fyrri-]nótt... þá ætti hún frekar að leita eftir samstarfi við Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, það er mín persónulega skoðun,“ er haft eftir Atla.

Atli ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að ESB og vill ekki að Ísland sæki um nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn.

Á sama vettvangi segir Róbert Marshall, nýr þingmaður Samfylkingarinnar, að flokkurinn ætti frekar að setjast í stjórnarandstöðu en að gefa eftir í ESB-málunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 62884

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband