6.5.2009 | 09:14
Atvinnuleysisbætur og peningar í skattaskjólum.
Hvernig á að lifa á 150 000 kr. á mánuði? Ekki veit ég það. Eða hreinlega, það er ekki hægt að lifa á þessu. Af þessum 150 000 kr. eru borgaðir skattar. Þar sem að atvinnuleysisbætur eru í formi dagpeninga, getur brúttóupphæðin breyst verulega, allt eftir því hvort að það eru 28, 30 eða 31 dagar í mánuðinum. Hvers vegna er ekki hægt að hafa ákveðna grunnupphæð sem að gengið er út frá?
Dagpeningar eru 6900 kr. fyrir hvern virkan dag mánaðarins en ekkert fyrir helgardaga.
Það vantar peninga í ríkiskassann. Í fyrradag kom fram í fréttum að Barack Obama ætlar að skera upp herör gegn skattaundanskotum og setja mjög skilvirkt eftirlit með skattaundanskotum. Fylgst verður grannt með færslu fjármagns til skattaskjóla.
Hvers vegna er þetta ekki hægt hér? Hvað ætli það séu margar milljónirnar eða milljarðarnir sem að hafa tapast vegna skattaundanskota til Tortola og Caymaneyja? Myndi ríkiskassanum ekki muna um að fá þessar upphæðir? En það er eins og venjulega hér á Íslandi, glæponarnir eiga að fá frítt spil.
![]() |
Háar fjárhæðir gætu sparast með eftirliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2009 | 19:04
Össur er ekki viðkvæmur maður, gott að vita.
Að vera viðkvæmur eður ei? Eru viðræður á viðkvæmu stigi? Svar hjá Össuri: Ja, ég er ekki viðkvæmur maður! Var einhver að spyrja um hans sálarlíf?
Sammála um að vera ósammála um ESB, segir Steingrímur? Þetta hlýtur að vera einhver séríslensk aðferð eins og venjulega.
Þegar að fréttamaður vill fá ákveðin svör við spurningum sínum frá Steingrími, er fréttamaðurinn að reyna að veiða upplýsingar. Ég sem að hélt að hann væri að vinna vinnuna sína.
![]() |
Flokkarnir eru ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 00:15
"Stjórníska" eða eitthvað annað á ögurtímum?
Ég var að hlusta og horfa á þetta myndbrot með Steingrími. Einhvernveginn skildi ég ekki orð af því sem að maðurinn sagði, en það er kannski ekkert að marka.
Steingrímur ásamt fleirum sem að eru að falast eftir mjúku stólunum núna, eru "markeraðir " af einhverju tungumáli sem að ég myndi kalla "stjórnísku", tungumál þessa fólks gerbreytist við að komast í ráðherrastól.
Ráðherravaldið er þvílíkt hér á Íslandi og þekkist ekki slíkt á byggðu bóli.
En þar sem að ég vissi að ég myndi ekki fá að heyra orð af viti frá manninum í þetta skiptið, gengur bara betur næst (vonandi), var ég að velta fyrir mér hvað bindið hans skyldi hafa kostað? Ég man ekki eftir að hafa séð manninn með svona flott bindi fyrir ráðherradóm.
En þetta eru nú bara mínar pælingar........
![]() |
Varar við örþrifaráðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 03:00
"Gegnsæi" fyrir og eftir kosningar.
Þráinn rígheldur í heiðurmannalistamannalaunin, kominn með setu á Alþingi.
Í ríkisstjórn sitja tveir ráðherrar sem að þjóðin var búin að hafna, Kolbrún Halldórsdóttir sem að datt út af þingi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem að rétt skreið inn á þing.
Að mati Jóhönnu Sigurðardóttir liggur ekkert á að mynda ríkisstjórn, það sé sitjandi ríkisstjórn í landinu. Hún ætlar að taka allavega viku í viðbót í þessar viðræður, jafnvel eitthvað lengur.
Á bak við luktar dyr sitja ráðamenn þjóðarinnar og ráða ráðum sínum hvernig bjarga eigi þjóðinni. Þjóðinni kemur aftur á móti ekkert við um hvað er verið að tala. Hvað varð um allt "gegnsæið"?
Framkoma Jóhönnu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi 3. maí og svör Gylfa viðskiptaráðherra um greiðsluvanda þjóðarinnar, sem að hann telur víst ekki vera neinn vanda, segir allt sem að segja þarf.
![]() |
Ný ríkisstjórn um næstu helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2009 | 22:08
Stólar ofar hugsun og hugsjón?
Mikið óskaplega breytist hugsanagangur fólks þegar að það er komið í ráðherrastóla. Gylfi talaði aðeins öðruvísi fyrir ráðherraembætti.
Hvað meinar maðurinn eiginlega? Er hann ekki með á nótunum? Er honum skipað að tala svona eða er þetta hans skoðun?
Þessi maður vill helst geta haldið áfram sínu starfi eins og sumir aðrir ráðherrar sem að þjóðin hafnaði.
Já þeir eru greinilega mjúkir stólarnir.
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2009 | 09:00
Á "Is it true" einhverja möguleika?
Það má til sanns vegar færa að gæði laganna er ekki alltaf í fyrirrúmi, þegar hugsað er um vinningslag í Eurovision. Hins vegar er það staðreynd að Óskar Páll var höfundur lags sem að vann Eurovision, fyrir hönd Noregs fyrir nokkrum árum.
Var það þá ekki gæði lagsins sem að varð til þess að það vann? Alveg gullfallegt lag og átti skilið að vinna. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér í þessum efnum og að sjálfsögðu óska ég Jóhönnu Guðrúnu alls hins besta.
![]() |
Á leið til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Var að hlusta á Susan Boyle syngja þessi lög. Hún gerði það fyrir um 10 árum síðan. Maður verður sko ekki svikinn af þessum söng. Alveg frábært!
http://www.youtube.com/watch?v=6ai27pvt-PY Killing me softly
http://www.youtube.com/watch?v=P8r9lRJ6yHY Cry me a river
Svo langar mig að spyrja hvor er betri Elaine Paige:
http://www.youtube.com/watch?v=ua-vKRx8MsA&feature=relatedari I dreamed a dream.
eða Susan Boyle?:
http://www.youtube.com/watch?v=9lp0IWv8QZY&feature=related I dreamed a dream.
Svari hver fyrir sig!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 07:10
I think the world of you - Jógvan Hansen
I think the world of you - Jógvan Hansen (Final)
sem að er hægt að nálgast á http://www.youtube.com
http://www.youtube.com/watch?v=bW0BHqFAa8M
Mér finnst þetta lag vinna gífurlega á við hlustun.
Hef líka tröllatrú á Jóhönnu Guðrúnu sem að er að syngja afskaplega fallegt lag og hún er með mikla og fallega rödd.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 00:21
Nei, nei, þetta er ekkert einelti!
Á virkilega að reyna að telja okkur trú um að árásin sem að þessi stúlka varð fyrir, 2 vikum fyrir árásina í Heiðmörk sé tilviljun? Ja flest er þá orðið tilviljun! Hreint og klárt einelti ekkert annað!
Heiðmerkurárásin ekki tengd einelti
Það er búð að ræða við alla nemendur í unglingadeildinni. Það var gert strax morguninn eftir af því að auðvitað eru þau skelfingu lostinn yfir því að samnemandi lendi í þessu," segir Brynhildur Ólafsdóttir, skólastjóri í Álftamýraskóla, í samtali við fréttastofu.
Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum var ráðist á fimmtán ára gamla stúlku, sem er nemandi við skólann, í Heiðmörk á miðvikudaginn. Brynhildur segir að fylgst verði með nemendum á næstu dögum eins og þurfa þyki
Fréttastofa hefur greint frá því að ráðist hafi verið á stúlkuna og símanum hennar stolið tveimur vikum áður en árásin í Heiðmörk var gerð. Brynhildur segir að viðkomandi stúlka hafi alls ekki verið lögð í einelti í skólanum. Nei, nei, langt frá því. Þetta er bara ósköp venjuleg stúlka sem lendir í þessu," segir Brynhildur. Hún segist ekki vita til þess að fleiri nemendur í skólanum hafi lent í öðru eins og segist ekki vita til annars en að málið sé alls ótengt skólanum.
Það voru sjö stúlkur úr Flensborgarskólanum sem réðust á stúlkuna. Fjórar þeirra gáfu sig fram við lögreglu fljótlega eftir að árásin átti sér stað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 23:46
Starfshópur lagður niður, eða stækkaður?! Gírarnir hans Ögmundar?
"Breytingar hafa verið gerðar á viðræðuhópnum því Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson taka nú þátt í viðræðunum. Með því hefur starfshópur um Evrópumál verið lagður niður, eða stækkaður, að minnsta kosti að svo komnu máli."
Hvort var hann lagður niður eða stækkaður?? Það skiptir í sjálfu sér litlu máli, þetta verður ekki starfhæf ríkisstjórn hvort sem er, alveg sama í hvaða gír hún er, mér sýnist hún hámark vera í 1. gír.
![]() |
Hlé á viðræðum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 63189
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar