Fagnaðarbylgjurnar tvær sem að hnigu.......

Það fór hér mikil fagnaðarbylgja um samfélagið fyrir nokkrum vikum síðan þegar að til stóð til að ráða Evu Joly til þess að fara ofan í fjárglæfrastarfsemi hér, m.a. útrásarvíkinganna. Sú bylgja hneig fljótlega, þegar að ljóst var að verið væri að losa sig við hana með hjálp lögmanna, hún þótti vera á of háum launum.

Ég hélt að lögmenn almennt og starfsmenn skilanefnda bankanna, væru ekki á neinum lúsarlaunum.

Önnur fagnaðarbylgja fór hér um landið þegar að ljóst var eftir kosningar að áframhaldandi stjórnarseta vinstri flokkanna væri tryggð. Sú bylgja var mjög fljót að hjaðna eftir að Samfó og VG lokuðu sig af með málefnin og sögðu að það lægi ekkert á að mynda ríkisstjórn, það væri ríkisstjórn í landinu.

 Dag eftir dag komu Jóhanna og Steingrímur fram í sjónvarpi og sögðu óbeint (stundum beint) að þjóðinni kæmi ekkert við, um hvað væri verið að tala í þessum herbergjum, það kæmi í ljós síðar. (Kannast einhver við þetta orðalag frá öðrum manni?)

Hvers vegna geysast ekki Raddir fólksins og Nýir tímar nú niður á Austuvöll með sínar kröfur. Þær gætu verið eitthvað á þessa leið: 1. Viljum við lækkun stýrivaxta strax?  2. Viljum við fjármagn til fyrirtækjanna í landinu strax?(það var allavega hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði)  3. Viljum við hjálp til handa heimilinum í landinum strax?

Er fólk kannski í bjartsýni sinni að bíða eftir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar? Ég held að flestir verði fyrir vonbrigðum.

Fyrir nokkrum vikum síðan sagði ég hér á blogginu að byltingin myndi éta börnin sín. Ég held að ég hafi verið nokkuð sannspá þar.


Hulunni svipt af leyndardómnum á morgun. Við bíðum spennt.

Er virkilega ný ríkisstjórn í burðarliðnum? Á virkilega að svipta hulunni af öllum leyndardómnum? Á ´"fólkið í landinu" allt í einu að fá að vita eitthvað? "Detta mér ekki allar dauðar lýs úr höfði" þ.e.a.s. ef að ég hefði þær einhverjar.

 DV greinir frá því í dag að Svandís Svavarsd. sé líklegasti kandidatinn fyrir NÝTT Atvinnumálaráðuneyti. Er hún búin að gefa sitt sæti laust í borgarstjórn eins og hún lofaði fyrir kosningar?

DV greinir líka frá því að Gylfi Magnússon sé líklegur fyrir NÝTT Efnahagsmálaráðuneyti, já  þeir eru mjúkir stólarnir.

Í sama blaði er greint frá því að það sé ekki víst að Ásta Ragnheiður fái ráðherradjobb núna af því að hún fékk víst ekki allt of góða útkomu í kosningunum. ÆÆ, en leiðinlegt Ásta mín, þú verður líka að gera þér grein fyrir því að þú hefur ekki verið í neinni 9-5 vinnu, en þú virðist ekki hafa áttað þig á því, ekki einu sinni eftir kosningar 

Hvernig er það, stendur til að við fáum að sjá einhvern stjórnarsáttmála, eða á bara að segja okkur kjósendum eina ferðina enn að flokkarnir séu sammála um að vera ósammála um "einstök" mál og þar með sé bara allt í þessu fína lagi?

Jóhanna er nú þegar búin að missa allt samband við kjósendur sínar, finnst allt í lagi að allt sé leyndarmál. Kjósendum kemur ekkert lengur við hvað er verið að pukrast með í hálfan mánuð í "stjórnarmyndunarviðræðum", já þetta er ekki burðugt stjórnarlið sem að segist ætla að bjargar Íslandi.

Hvernig er það, hvers vegna var hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði, en ekki til króna til að koma atvinnulífinu aftur í gang?

Með sama áframhaldi, hvað ætli verði margir eftir á þessu skeri eftir 10 ár?


mbl.is Ríkisstjórn í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði viljað sjá Hröfnu og Lísu í úrslitunum.

Mér fannst leiðinlegt að horfa á eftir henni Lísu í Idol stjörnuleit í kvöld.  Hún er svo brosmild og með mikla útgeislun. Hefði viljað sjá Hröfnu og Lísu í úrslitaþættinum. Mér finnst Anna Hlín ekki nógu lífleg á sviði, þó svo að röddin sé ágæt. En svona er lífið.

Hvað er það sem að þolir ekki dagsljósið?

Er þarna eitthvað sem að þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna er greiðslan frá AGS ekki komin enn, en átti að vera komin fyrir rúmum mánuði síðan? Eru þarna einhverjir afarkostir sem að fylgja láninu fá AGS sem að þola ekki dagsljósið? T.d. það að Bretar hafi getað sett Íslendingum afarkosti varðandi AGS lánið?

Við höfum í raun afskaplega lítið fengið að vita um þá skilmála AGS sem að sjóðurinn setti, varðandi lán til Íslands. Við vitum jú um ákvæði þeirra varðandi stýrivaxtastefnu, en að öðru leyti höfum við fengið lítið að vita.


mbl.is Ummælum Browns mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júlíus Vífill gerir grín að fólki með geðraskanir.

Svona ummæli eru aldrei réttlætanleg, alveg sama hvað maðurinn heitir. Að gera grín að fólki með geðraskanir sýnir held ég best, innræti þeirra sem að bera þau fram. Júlíus Vífill á að skammast sín.
mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er einelti og ofbeldi orðin tilraun til manndráps?

Fyrirsögnin kann að vera stórorð en ég er viss um að öll fórnarlömb alvarslegs eineltis og aðstandendur þeirra skilja hvað ég meina. Ég hef fyrr í mínum bloggfærslum talað um einelti gagnvart syni mínum og ætla ekki að endurtaka það hér.

Upp úr stendur, hvenær jafnar fórnarlambið og nánustu aðstandendur sig á því? Ég segi fyrir mína parta, aldrei. Ég hélt að ég væri komin yfir það versta með son minn, en svo fann ég þegar að umræðan í Heiðmerkurmálinu fór af stað, þá blossaði aftur upp reiðin og sársaukinn, nístandi sársauki sem að ekki er hægt að lýsa. Sem að betur fer erum við sonur minn mjög samhent og styðjum hvort annað.

 Eineltið gagnvart syni mínum var ekkert venjulegt. Einnig, sú tilfinning að geta ekkert gert fyrir barnið sitt, er hrikaleg. Á síðustu vikum veru hans í grunnskóla, gafst hann endanlega upp, kastaði upp þegar að vissi að hann þyrfti að fara í skólann, drengur sem að hafði alltaf haft það að markmiði að fá 10 í mætingu og vera aldrei veikur.

Þegar að ég tjáði skólastjóra sonar mín hvernig ástatt væri, sagði hann mér að hann yrði þá að tilkynna þetta til skólayfirvalda þar sem að sonur minn sinnti ekki skólaskyldu! Í margar vikur þar á undan lagði hann alltaf af stað í skólann þannig að hann kæmi 5 mínútum of seint og þyrfti ekki að mæta skólafélögum sínum í anddyrinu.

Um þetta talaði ég ítrekað við þáverandi skólastjórnendur en fékk enga hlustun.

Ég gæti sagt margt fleira, en læt þetta duga í bili. Skilaboð frá mér eru á þann veg að það á aldrei að taka vægt á einelti, þetta er DAUÐANS ALVARA!


Er hústökufólk mál málanna?

Einhvernveginn skil ég ekki þetta fjölmiðlafár í kringum þetta hústökufólk Þetta er einhverskonar eftiröpun frá Danmörku, sem að ákveðið fólk er að tileinka sér. Fjölmiðlarnir ná ekki andanum yfir þessu, ég er ekki alveg að skilja.
mbl.is Fríverslun lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir heiðursmenn, Hörður og Gísli, eiga þakkir skilið.

Það er stundum talað um hvunndagshetjur í okkar lífi. Oft á tíðum gleymum við því hvað kurteisi og þjónustulund getur skipt miklu máli. Ég hef þurft nú í tvígang í þessari viku að leita á náðir, annarsvegar tölvuþjónustu og hins vegar tæknilegrar aðstoðar hjá Símanum.

Starfsmaður að nafni Hörður Kristinsson hjá Digital tækni sýndi af sér þvílíka þjónustulund og færni í sínu starfi þegar að ég þurfti að fá aðstoð með fartölvu sonar mins, að ég vil bara segja: Takk kærlega fyrir. Um leið og við löbbuðum út úr búðinni/verkstæðinu, segir hann: Ef það er eitthvað, þá komið þið bara.

Starfsmaður að nafni Gísli Freysson hjá tæknideild Símans, sýndi af sér viðlíka þjónustulund, þegar að ég var að hjálpa vinkonu minni við að fínstilla ADSL lykil sem að hún hafði fengið deginum áður. Alveg sama hvaða vandamál komu upp, þá sýndi hann alltaf af sér sömu þolinmæðina og kurteisina. Ég held að við höfum verið í símanum í u.þ.b. klukkustund, allt endaði vel. Þökk sé góðum starfsmanni.

Þessum tveimur heiðursmönnum vil ég þakka fyrir frábæra þjónustu, þeir eiga þakkir skilið.


Vangaveltur dagsins. Er einelti á bloggi?

Ég ætla að hafa þetta stutt. Er hægt að leggja fólk í einelti hér á blogginu? Bara svona vangaveltur hjá mér. Birtingarmyndir eineltis eru margar, sem að ég og sonur minn þekkjum vel, og því er ég að velta þessu fyrir mér. Sem sagt, þetta eru vangaveltur dagsins.


Hverjum blæðir mest? Örorkulífeyrisþegar orsökuðu ekki hrunið.

Maður þarf víst ekki að endurtaka allar þær sögur sem að fara af greiðsluvanda heimilanna, þær eru ansi margar. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur umræðan farið mikið í viðtöl við þá sem að ofurfjárfestu á dögum góðærisins.

Þessar fjölskyldur eru að fá bakreikning sem að um munar. Að sjálfsögðu grunaði þetta fólk ekki hvað framundan væri, því að bankarnir og Íbúðalánasjóður vöruðu ekki við.

En, mér dettur í hug. Fólk sem að tók bílalán við bílakaup. Fyrir nokkrum árum síðan var ég að hugsa um að taka bílalán til að fjármagna bílakaup. Sem betur fer varaði góður vinur minn við og sagði að það væri stórhættulegt, vextirnir væru þvílíkt miklir og að þetta gæti orðið hengingaról fyrir mig.

Ég fór að ráðum þessa ágæta vinar míns og þakka Guði fyrir í dag að hafa gert það.

Hverjum blæðir mest? Af einhverjum ástæðum er mín mesta samúð hjá einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum. Maður finnur fyrir því á hverjum einasta degi hversu matarverð hefur hækkað.

Einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum blæðir mest, en af hverju fá einhverjir af þessum aðilum ekki aðgang að fréttamiðlunum til að fjalla um hag þeirra, í einni verstu efnahagskreppu sem að hefur dunið yfir landið? Þetta er fólk sem að hafði ekki aðstöðu til að ofurfjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut, hvorki í bílum né fasteignum.

Hvers vegna tala fjölmiðlar þessa lands ekki við fólkið sem að tók engan þátt í ofurfjárfestingum en á að þurfa að taka út sinn hlut, án saka?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband