24.4.2009 | 19:55
Drekasvæðið, frekari virkjanir "rangur misskilningur". Okkar er valið!
Í gær og í fyrradag fór allt í uppnám hjá bæði Samfylkingunni og Vinstri grænum. Össur sagðist í fyrradag vera andvígur frekari virkjanaframkæmdum. Norðlendingar vita ekki lengur hvaðan á þá stendur veðrið. Kolbrún Halldsórsdóttir sagði í gær að hún væri andvíg olíuborun á Drekasvæðinu. Langur tími fór í það hjá kynningarforkólfum flokkanna að leiðrétta þennan "ranga misskilning".
"Rangur misskilningur" hefur líka verið uppívaðandi hjá Sjálfstæðisflokknum. Tilraunir til að leiðrétta þennan "misskilning" gagnvart styrkjamálum Flokksins hafa dregið alla orku úr flokknum.
Borgarahreyfingin, með góð fyrirheit í upphafi, hefur sýnt að hún er nú þegar að þróast inn í álíka kerfisflokk og nefndir eru hér að ofan. (Vísa hér í færslu mína í gær: Illugi, Þráinn,.........)
Í upphafi sögðu forsvarsmenn hreyfingarinnar ætla að leggja hreyfinguna niður þegar að búið væri að koma hér á stjórnlagaþingi. Núna ætla þeir að leggja hreyfingun niður þegar að búið er endanlega að skilja að hagsmunatengsl milli viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Hvað skyldi það taka mörg ár....eða áratugi?
Þetta er sem sagt okkar val á morgun. Vísvitandi nefni ég ekki Framsóknarflokkinn ekki á nafn. Ég býst við að flestir skilji hvers vegna.
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta nú ekki talsverð líkillækkun fyrir Ísland? Ég hélt að við mættum varla við henni. Við erum sem sagt að verða þurfalingar og ölmusumenn gagnvart hinum Norðurlandaþjóðunum. Já, lengi getur vont versnað. Hvað á eiginlega hin fræga útrásarvíkingafrægð, að þurfa að kosta okkur mikð í álitshnekki sem þessum, svo að ekki sé talað um öll hin ósköpin?
Ekkert greitt fyrir menntun Íslendinga á Norðurlöndunum
Norrænu menntamálaráðherrarnir undirrituðu samkomulag í dag sem tryggir námsmönnum á Norðurlöndunum aðgang að æðri menntun í öllum aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ísland fær undanþágu frá samkomulagi sem gert er um greiðslur milli landa og greiðr ekki neitt, en tekur þátt í samstarfinu á jafnræðisgrundvelli.
Frjáls för námsmanna milli Norðurlandanna er mikilvægur þáttur í norrænu samstarfi og því mikilvægur þáttur í viðleitni okkar til að styrkja Norðurlöndin bæði innbyrðis og út á við", segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, í tilkynningu.
Haft er eftir Katrínu að samstarf og miðlun þvert á landamæri séu ekki síst mikilvæg núna í ljósi þeirrar heimskreppu sem ríkir. Með samkomulaginu, sem við undirrituðum í dag, erum við að styrkja samkeppnishæfni Norðurlandanna í alþjóðasamfélaginu", segir ráðherrann.
Danmörk vinsælasta landið
Samkomulagið um aðgang að æðri menntun á Norðurlöndunum var fyrst gert árið 1996. Það tryggir umsækjendum rétt til að sækja sér menntun í öðru norrænu ríki til jafns við íbúa þess. Á skólaárinu 2007 til 2008 nýttu rúmlega 8.000 námsmenn sér samkomulagið og stunduðu nám í öðru norrænu ríki en heimalandinu.
Danmörk var vinsælasta landið, en þar voru tæplega 5.000 námsmenn, en flestir þeir sem stunduðu nám í öðru ríki en heimalandinu voru frá Noregi og Svíþjóð. Þegar miðað er við höfðatölu fóru flestir námsmenn frá Íslandi eða 1.400, en fáir Finnar fara erlendis til náms og fáir erlendir námsmenn stunda nám í Finnlandi, námsmenn sem fara þaðan eru 1.000 og þeir sem koma eru 200.
Ísland gerðir ekki neitt
Kostnaður við samkomulagið er gerður upp milli landanna en hann er 22.000 danskar krónur á námsmann eða hálf milljón íslenskra króna, en Ísland greiðir ekkert.
Samkomulagið gildir á tímabilinu 2010 til 2012 og nær til allra Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðanna Grænlands, Færeyja og Álandseyja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 18:52
Illugi, Þráinn, þöggunin og virðingin.
Styrkjamálin eru í algleymingi. Mig undrar að heyra ekki lengur nafn Illuga Gunnarssonar efsta manns í Reykjvík norður, nefnt á nafn? Einungis nöfn Guðlaugs Þórs og Steinunnar Valdísar. í upphaflegri frétt um þetta mál, í fyrradag, var nafn Illuga nefnt á nafn meðal þeirra sem að hefðu fengið ofurstyrk frá FL-Group.
Síðan hefur stöðin ekki nefnt nafn Illuga á nafn. Samt sem að áður sagði Stöð 2 hafa öruggar heimildir fyrir þessari frétt. Er það bara ég, en mér finnst þetta undarleg þöggun?
Var rétt í þessu að heyra í Þráni Bertelssyni í fréttum Stöðvar 2. Þar sagðist hann ekki ætla að skila tæpum 2 000 000 kr. listamannalaunum, þó svo að hann kæmist á þing með 520 000 kr. á mánuði plús nokkur hundruð þúsund fyrir nefndarstörf. Hann ætlaði að halda listamannalaununum vegna virðingar við Alþingi!
Ekki má gleyma því að alþingismenn þurfa ekki að borga blaðaáskriftir, áskrift að Ríkissjónvarpinu, ekki heldur símareikning og fá svo margir væna uppbót vegna búsetu.
![]() |
Dregur saman með flokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 19:12
Bónusstyrkur fyrir Illuga 1 000 000 króna.
Var að lesa þetta inni á Eyjunni rétt í þessu. Læt það fylgja hér með. Hvers vegna birtist þetta ekki inni á mbl.is í dag? Illugi Gunnarsson alþingismaður fékk einnar milljónu krónu framboðsstyrk frá FL Group þegar hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2006 vegna alþingiskosninganna vorið 2007.
Illugi Gunnarsson alþingismaður fékk einnar milljónar krónu framboðsstyrk frá FL Group þegar hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2006 vegna alþingiskosninganna vorið 2007.
Illugi tók sæti í stjórn Sjóðs 9 í Glitni og sat í framkvæmdanefnd um einkavæðingu á vegum ríkisstjórnarinnar. FL Group var stærsti eigandi Glitnis og átti um þetta leyti í viðræðum við einkavæðingarnefnd um kaup á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Deilt hefur verið um lánveitingar úr Sjóði 9 til fyrirtækja sem tengdust eigendum Glitnis, þar á meðl FL Group.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 19:05
Vatnaskil í íslenskri pólitík. Siðferði og ESB eru lykilmálin.
Hvar er myndin af Steinunni Valdísi og Guðlaugi Þór? Hef ég misst af einhverju en hvers vegna birtist ekki nafn Illuga Gunnarssonar sem að kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem að stöðin sagðist hafa áreiðanlegar heimidir fyrir sinni frétt?
Er einhver þöggun í gangi eða hvað?
Annars er þetta allt orðið svo ógeðfellt, það er spilling á hverju götuhorni. Að mínu mati snúast kosningarnar núna, ekki síður um siðferði í íslenskri pólitík, en um aðildaviðræður að ESB.
![]() |
Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Hver veit mest um Bubba? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 06:57
Valkvíði hins almenna kjósanda. Er hátekjuskattur vandamál?
Er hátekjuskattur eitthvert vandamál? Já það virðist vera svo í íslensku þjóðfélagi. Steingrímur J. lofaði því í aðdraganda núverandi samstarfs stjórnarflokkanna, að setja á hátekjuskatt og lágtekjuskatt. Ég sé ekki efndirnar í þessu máli.
Nú í kosningabaráttunni er rætt um tveggja prósenta hátekjuskatt á laun yfir um 500 þúsund krónur á mánuði. Á þetta að vera brandari? Tveggja prósenta hátekjuskattur? Það á enn og aftur að vernda auðmennina á kostnað almennings hér í þessu landi.
Kjósendur hafa nú orðið lítið val að mínu mati. Sjálfstæðisflokkurinn uppívaðandi í spillingu og eitthvað er misjafnt við Samfylkinguna líka. Allavega finnst mér að Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði að koma með skýr svör varðandi fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vinstri grænir hafa ekki staðið við áðurnefnda yfirlýsingu og eru því ekki sjálfum sér samkvæmir.
Í þeim löndum sem að við höfum borið okkur saman við, allavega fram að hruni, er viðhafður hátekjuskattur sem að skilar verulegum tekjum til ríkissjóðs. Hvers vegna ekki hér? Jú klíkuskapurinn og "vinskapurinn" ræður hér för, nú sem endranær. Ef að einhverntímann hefur verið nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að hefja alvöru aðildaviðræður við ESB þá er það nú.
Sá ágæti maður Steingrímur J. sést þessa dagana ekki í fjölmiðlum og lætur skoðanir sínar birtast hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Frekar undarlegt örfáum dögum fyrir kosningar.
Á að hafa þjóðina að fíflum eina ferðina enn? Ég er ein af þessum óákveðnu kjósendum og veit varla lengur hvaðan á mig stendur veðrið í pólitíkinni. Það eina sem að ég veit er, að ég vil ekki íhaldið aftur við stjórnvölinn.
Vinstri flokkarnir verða að gera hreint fyrir sínum dyrum, annars skipast aldrei sátt hér í þessu landi.
Vinargreiðarnir eiga að tilheyra fortíðinni. Um það snúast kosningarnar að minu mati, ásamt því grundvallaratriði að um leið og að víð kjósum, erum við að taka afstöðu til aðildarviðræðna að ESB. Við vitum jú afstöðu flokkana í því máli.
Það er stundum talað um valkvíða. Miðað við fjölda þeirra kjósenda sem að eru enn óákveðnir samkvæmt skoðanakönnunum, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að stór hluti þjóðarinnar þjáist að þessum "sjúkdómi" nú, þremur dögum fyrir kosningar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 20:02
Siðferðiskennd í lágmarki, spilling í hámarki!
Hvað varð um alla frasana "allt upp á borði", "gegnsæi" og hvað þetta heitir nú allt saman. Það er skýlaus krafa nú að allir frambjóðendur opni sitt bókhald. Það er ansi mikil tilætlunarsemi að ætlast til að fá stuðning þjóðarinnar til áframhaldandi þingsetu, ef þeir verða ekki við þeirri kröfu að opna sitt bókhald.
Ef að rétt reynist hjá Stöð 2 í sambandi við milljóna styrki til frambjóðenda í prófkjöri, myndi ég telja að ákveðin vatnaskil væru að verða í íslenskri pólitík. Einnig það að þingmenn og ráðherrar hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu hjá bönkunum rétt fyrir hrun. Þetta er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál.
Ef að Stöð 2 hefur rétt fyrir sér og hefur nöfn þeirra einstaklinga (fyrir utan þá 6 sem að þegar hafa verið nefndir), sem að nutu þessarar fyrirgreiðslu, eigum við, kjósendur rétt á að vita hvaða einstaklingar þetta eru, annars liggja allir undir grun.
Spillingin og skíturinn var mikill fyrirfram og ekki batnar það. Almenningur er fyrir löngu orðinn tortrygginn gagnvart siðferðiskennd stjórnmálamanna og ekki batnar það við þessar fréttir.
Í kosningunum á laugardaginn eigum við sýna það með atkvæði okkar, að okkur er gróflega misboðið. Var á tímabili að hugsa um að sleppa því að fara á kjörstað, en er búin að skipta um skoðun .......þó svo að maður geri ekkert annað en stinga seðlinum í kjörkassann, þá skiptir það máli.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.4.2009 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:53
Steingrímur nýtir sér pilsfald Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hvernig stendur á því að Jóhanna er farin að tala fyrir munn Steingríms J. dag eftir dag? Þetta er hreinlega með ólíkindum. Steingrímur J. er kominn í felur með þetta mál og ætlar greinilega að reyna að komast upp það að vera undir pilsfaldi Jóhönnu í þessu máli fram að kosningum.
Steingrímur J. hefur hingað til verið með munninn fyrir neðan nefið. Eitthvað virðist vanta þar upp á í þessu tilviki. Þetta er ekki boðlegt 4 dögum fyrir kosningar.
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:26
Tilhugalíf og nýr fylginautur?
Þetta er stórpólitísk frétt, þ.e.a.s. ef að úrtak og svarhlutfall hefur verið það stórt að mark sé takandi á. Það kemur ekki fram í fréttinni, maður verður að kaupa Morgunblaðið til að komast að því.
Borgarahreyfingin er að hala inn atkvæði, á kostnað Sjálfstæðismanna að öllum líkindum. Ekki má gleyma því að aðalstefna hreyfingarinnar er að koma á stjórnlagaþingi og síðan ætla þeir að leggja hreyfinguna niður. Önnur baráttumál sitja á hakanum hjá þessari annars ágætu hreyfingu.
Enn vantar alvöru svör í tengslum við ESB. Samfylkingin er eini flokkurinn sem að hefur komið með slík afdráttarlaus svör. Það vantar svar frá VG hvernig þeir ætli að starfa áfram með Samfylkingu með óbreytta Evrópustefnu.
Er tilhugalífi Samfylkingar og VG kannski lokið og Samfylkingin farin að daðra við annan möguleika?
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar