21.4.2009 | 04:07
Þeir skulda þjóðinni svör. Evrópa, já eða nei?!
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu
Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið.
Björgvin G. Sigurðsson sagði á opnum borgarafundi í kvöld að hann útilokaði samstarf með Vinstri grænum eftir kosningar nema að Evrópumálin væru til lykta leidd. Árni Páll Árnason, flokksbróðir Björgvins, sagði á Stöð 2 að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar að enginn gæti sett fram ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum.
Gunnar Helgi segir þó augljóst að forystumenn stjórnarflokkanna forðist að deila harkalega um þetta mál. Þetta lítur svolítið út eins og þau hafi talað eitthvað um þetta og hafi einhverja hugmynd um hvernig þau ætli að taka á þessu," segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að forsætisráðherra sé mjög aflöppuð gagnvart þessu máli og útiloki engar leiðir. Þá séu VG ekki búnir að útiloka á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og þarna sé töluvert svigrúm fyrir samninga. Gunnar Helgi segir þó að það sé mjög óvarlegt í þessari stöðu að storka samstarfsaðila með einhverjum ummælum. Hann bendir á að Evrópumálin séu flókin, sama um hvaða flokka ræði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 00:52
Ekki beinlínis ástir samlyndra hjóna......
Þá erum við búin að heyra afdráttarlaust svar Atla Gíslasonar VG, um viðræður um ESB aðild í júní. Sakna þess að Steingrímur J. stígi nú ekki fram og taki endanlega af skarið með þetta.
Hvernig ætla þessir 2 flokkar að starfa saman eftir kosningar? Það er ekkert kannski í þessu máli, það er já eða nei. Eins og stendur, skilur himinn og haf þessa 2 flokka að í þessu máli. Ekki beinlínis ástir samlyndra hjóna.....
![]() |
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lygarnar eru endalausar. Einhliða upptaka Evru gagnvart EES er ekki í boði. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að geta viðhaft slíka kosningabaráttu. Viðhald krónunnar eða upptaka evru er grafalvarlegt mál, ekki bara kosningamál korteri fyrir kosningar.
Er nú að horfa og hlusta á borgarafund á Suðurnesjum. Virkilega bragðdaufur, allt utanaðlærðir frasar. Fulltrúi Sjallana mismælti sig rækilega og sagði að Sjallarnir vildu hækka skatta, en meinti að þeir ætluðu að lækka skatta......hm
Fannst gaman að heyra ferska rödd í Silfri Egils í gær, frá Írisi Erlingsdóttur sem að býr í Minnesota. Hún segir að umheimurinn sé í forundran yfir því, að það eigi ekki að draga þá menn til ábyrgðar sem að tæmdu bankana og stálu peningunum okkar.
Eva Joly er vanhæf að mati lögmanna. Vanhæf af því að hún ætlaði að hreinsa ærlega til. Málið er, að ef að útrásarvíkingunum yrði gert skilt að skila peningunum okkar, þyrfti ekki að koma til þvílíks niðurskurðar og boðað er. Af hverju er ekki gengið eftir þvi að þessum peningum verði skilað?
Er þetta eitt af því sem að við eigum að gleyma, líkt og það á þagga niður misyndismálin í styrkjamálum Sjálfstæðisflokksins?
![]() |
AGS getur ekki haft milligöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 19:07
Er þetta boðleg blaðamennska? Klám eða söngur?!
Getur þetta verið viðbjóðslegra? Á þetta að heita blaðamennska.......Guð minn góður!
Susan Boyle boðið hlutverk í klámmynd

Nú getur Susan Boyle valið milli þess að vera klámmyndastjarna eða söngstjarna.
47 ára piparjónkan Susan Boyle hefur náð heimsfræg eftir frábæra frammistöðu sína í Britain's Got Talent. Hún er talin sú sigurstranglegasta í keppninni en Boyle hefur aldrei kysst karlmann. Nú hefur bandarískur klámmyndaleikstjóri boðið henni hlutverk í klámmynd og hljóðar tilboðið upp á rúmlega hundrað milljónir íslenskra króna.
Samkvæmt bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times er það klámmyndafyrirtækið Kick Ass Pictures sem býður Boyle þennan samning og vilja forsvarsmenn fyrirtækisins drífa í því að taka myndina upp.
Við viljum taka myndina upp og koma henni í umferð á meðan Boyle hefur athygli heimsins, segir forstjóri Kick Ass Pictures, Mark Kulkis.
Kulkis vill meina að samningurinn sé frábært tækifæri fyrir Boyle þar sem hún hefur opinberað að hún er hrein mey og hefur aldrei kysst karlmann.
Eftir 47 ára án kynlífs er ég viss um að Boyle er tilbúin fyrir það og það skal gerast eins fljótt og hægt er, segir Kulkis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 17:21
Hver er desertinn eftir 18 ár?
Suðurnesjamenn hafa greinlega lagst kylliflatir fyrir stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun skapa einhver störf en álverð fer nú hríðlækkandi á heimsmarkaði. Hér er verið að tjalda til einna nætur eða tveggja og ekkert meira en það.
Var annars að hlusta á fróðlegt viðtal í Reykjavík síðdegis. Þar var sett upp dæmi um Jón Jónsson úti í bæ sem að ætti evrur sem að hann gæti"dílað" með. Með því að gera það væri hann að brjóta lög en gæti í staðinn bjargað fjárhag heimilisins og hjónabandinu einnig. Hjónabandið er auðvitað farið að líða fyrir fjárhagsáhyggjur heimilisins.
Það er nú svo komið í þessu þjóðfélagi að við okkur getur blasið það að þurfa að velja á milli "þjóðarhags" og nota handónýta krónu eða að nota evruna og bjarga fjölskyldunni.
Já, þetta er kræsilegur eftirréttur sem að Sjálfstæðismenn afhenda okkur eftir valdasetu í 18 ár.
![]() |
D og S listi stærstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 14:22
Er klofningur um ESB eður ei? Steingrímur J. já eða nei!
Ég fagna því að Jóhanna tekur af skarið í sambandi við ESB aðild og segir okkur kjósendum nákvæmlega hvernig þetta horfir við henni. Að bíða í 4 ár eftir fullri ESB aðild og fá evru sem gjaldmiðil er ansi langur tími, en nú á þessum tímum, skiptir máli að sýna að við ætlum að vera með. Aftur á móti hef ég ekki heyrt annað en að Steingrímur J. sé alfarið á móti aðildaviðræðum og aðild að ESB.
Hvernig á þetta eiginlega að fara saman? Hefur hans afstaða eitthvað breyst? Ekki hef ég orðið vör við það. Við, kjósendur eigum rétt á að vita ef að einhver sinnaskipti hafa orðið hjá Steingrími J. Ég vil fá að heyra þetta frá hans eigin brjósti en ekki í gegnum Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta virkar ekki þegar að 5 dagar eru til kosninga.
![]() |
ESB-viðræður í júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 00:40
Ekkert þras, bara fegurð.
Það sem að gerir þetta atriði svo sérstakt er, að það voru allir, allavega mjög margir, búnir að dæma þessa manneskju fyrirfram út af útlitinu ekki satt?
Með sinn góðlátlega stríðnisglampa í augum og sinni yndislegu rödd, gerði hún alla orðlausa og meira en það. Ég er búin að hlusta á þetta atriði mörgum sinnum í tölvunni og fæ aldrei nóg.
Þetta sýnir mátt og fegurð tónlistarinnar, hún sameinar og getur gert alla orðlausa og þvi ætla ég að hætta hér þessu masi.......
![]() |
Vinsælli en Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2009 | 19:32
Ísland er eins og pylsa með öllu og rauðkáli líka!
Íslenskt Alþingi á að vera hlustunarpipa, ég heyri strax hjartsláttinn dunk, dunk og já "Alþingi er Ísland
með öllu, eins og pylsan - og gott ef ekki rauðkáli líka eins og ég kynntist í norðlenskri æsku................." Þetta segir Sigmundur Ernir í bloggi sínu í dag.
Fyrst kom Kardemommubærinn og síðan "pulsa með öllu" Þar sem að ég er ekki læknir get ég ekki notað hlustunarpípuna, ég er ekki pylsugerðarmaður þannig að þar kem ég líka af fjöllum. En ætli Kardemommubærinn sé ekki bara skástur?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 16:58
Sakamálasaga taka 3. Rannsóknarlögreglumaður óskast!
Mig vantar pening. Hvað geri ég þá? Ég reyni auðvitað að verða mér út um pening. Sjálfstæðisflokkinn vantaði pening og hvað gerðu þeir þá. Menn þurftu eiginlega ekki að gera neitt. Að sögn Guðlaugs Þórs, hringdi Sigurjón Árnason í Guðlaug til þess að spyrja hvernig hann hefði það á sínu sjúkrabeði? Guðlaugur svaraði að bragði og sagðist ekkert vilja ræða nein styrkjamál, alls ekki styrkinn frá FL- Group.
Nú voru góð ráð dýr, nema hvað að Sigurjón ákveður að jafna stöðuna og gefa Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir. Þetta sagði Sigurjón sjálfur í fjölmiðlum, en hvernig fer maður að því að jafna stöðu einhvers sem að maður veit ekki til að hafi gefið nokkurn skapaðan hlut?
Nema hvað Guðlaugur stígur nú af sjúkrabeði og við tekur langur og strangur tími við það að koma Íslandi endanlega á hausinn. Þegar styrkjamálið afhjúpaðist síðan í fjölmiðlum fyrir stuttu síðan, kannaðist ekki nokkur maður við nokkurn skapaðan hlut. Geir tók á sig glæpinn, en þar sem að almenningur keypti ekki þann boðskap sagði framkvæmdastjórinn af sér en að öðru leyti kannaðist enginn við neitt, alls ekki Kjartan Gunnarsson, Þorgerður Katrín eða Bjarni Ben.
Síðan hefur atburðarásin verið hröð. Guðlaugur segist hafa beðið tvo góðvini sína að safna pening fyrir Flokkinn, hann væri á hausnum. Ekki gott. Að sögn Guðlaugs, í nýrri útfærslu, brugðust þessi menn afskaplega vel við þessu og drifu í því að lagfæra þetta fjármálavesen flokksins.
Bjarni Ben. sagði í fyrstu að Kjartan hefði örugglega vitað af styrknum, en daginn eftir sagði Bjarni að það væri ekkert víst að Kjartan hefði vitað af styrknum, hann yrði að svara fyrir það sjálfur. Kjartan Gunnarsson á að hafa varað Geir við að taka við styrknum, en Kjartan vissi ekki af styrknum,... skrítið, hvernig varar maður við einhverju sem að maður veit ekki að er til?
Nú segir Sverrir Hermannsson, að Kjartan sé glæponinn, hann hafi alltaf viljað fela fjárhagsstöðu Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna vann Sverrir svona lengi fyrir þennan mann ef að hann vissi upp á hann eitthvað misjafnt? Hvers vegna kemur Sverrir ekki fram fyrr en nú,korteri fyrir kosningar? Kannski er Sverrir kominn með svarið í þessari æsispennandi spennusögu um glæponinn í Dularfulla styrkjamálinu hjá Landsbankanum. Hver veit?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2009 | 15:26
Manchester United vs. Everton
Þar sem að ég er forfallinn aðdáandi Manchester United, er núna horft á undanúrslitaleik Man. United - Everton í Ensku bikarkeppninni í mikilli spennu. Ferguson hefur tekið lykilmenn út úr liðinu að þessu sinni.
Rooney, Ronaldo, Van der Sar og Giggs eru fjarri góðu gamni að þessu sinni. Ferguson virðist vera ansi sigurviss í þessum leik. Ég og sonur minn, sem að kann ensku knattspyrnusöguna svo til utan að, höfum líka áhyggjur, en sonur minn virðist samt ótrúlega rólegur.
Hann treystir á sína menn. Nú krossleggjum við bara fingur og vonum að það verði Man.United sem að mætir Chelsea í úrslitaleiknum.
![]() |
Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar