19.4.2009 | 14:33
Sakamálasaga - framhald.
Jæja þá, framhaldssagan heldur áfram með nýjum uppgötvunum á degi hverjum. Hvernig endar þetta eiginlega? Þetta fer bara að minna á spennandi sakamálakrimma.
"Nú tíðkast hin breiðu spjótin" var sagt í fornsögunum. Breiðu spjótin eru nú í formi fullyrðinga manna í hinni geysivinsælu spennusögu um Dularfulla styrkjamálið hjá Landsbankanum.
Hvernig endar þetta eiginlega? Hver er sökudólgurinn? Kannski birtist Hercule Poirot bráðum. Við bíðum spennt.
Segir styrkina verk Kjartans

Segir að styrkveitingarnar til Sjálfstæðisflokksins frá FL-Group og Landsbankans hafi verið runnar undan rifjum Kjartans Gunnarssonar.
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og bankastjóri Landsbankans, segir að styrkveitingarnar frá FL-Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins séu runnar undan rifjum Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að styrkveitingarnar komi sér ekki á óvart. Sverrir sagði þetta í Silfri Egils fyrr í dag.
Að sjálfsögðu eru þetta verk Kjartans Gunnarssonar, sagði Sverrir. Allt eru þetta hans verk; hann vill vera kafbátur sem varla vill hafa sjónpípuna uppi, hvað þá meira. Sverrir sagði að í gær hefði verið greint frá því að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði sagt að Björgólfur Guðmundsson, formaður bankastjórnar Landsbankans, hefði vitað af styrknum og því væri mjög líklegt að Kjartan hefði einnig vitað af styrknum.
Sverrir sagði jafnframt að Kjartan hefði verið á móti því í áratugi að opna bókhald stjórnmálaflokkanna. Á sínum tíma beiti þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sér mjög gegn því að bókhald Sjálfstæðisflokksins yrði opnað, og má skilja orð hans sem svo að það hafi verið til að fela slíkar styrkveitingar sem hann segir að hafi verið gríðarlega miklar til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í gegnum tíðina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 00:53
Taugaáfall á bókasafni.

![]() |
Fór úr húsi í fyrsta skipti í 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 18:50
Björgólfur vissi en Kjartan ekki, .....takk fyrir, bless!
Stutt og snaggaralegt hjá Gunnari Svavarssyni. Takk fyrir, búið. Ekki að eyða óþarfa orðum á þetta. Það hefði verið betra, að stjórnarandstaðan hefði nýtt sér viðlíka snaggaralegheit, í umræðunni um stjórnarskrármálið.
Samt vil ég nú óska þess að Steingrímur J. segi ekki takk fyrir, bless um aðildaviðræður að ESB. Vinstri grænir mælast nú í skoðanakönnunum sem stærsti flokkurinn. Allt bendir til þess að Steingrímur verði næsti forsætisráðherra. Hvernig mun okkur reiða af utan ESB? Ef ég á að segja alveg eins og er, þá er ég ekki bjartsýn.
Var að heyra núna í Stöð 2, að Björgólfur Guðmundsson hefði vitað um styrkinn frá Landsbankanum, en Kjartan Gunnarsson ekkert.
Kjartan varaði víst Geir við að þiggja styrkinn. Þetta kom fram í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan. Hvernig er hægt að vara við einhverju sem að maður veit ekki um? Já þetta er ansi fróðlegt og við bíðum spennt eftir framhaldinu á Dularfulla styrkjamálinu hjá Landsbankanum.
Guðlaugur Þór segir í fréttum núna að það sé ekki bara verið að vega að Sjálfstæðisflokknun, heldur verið að vega að Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn er sem sagt Ísland og Ísland Sjálfstæðisflokkurinn. Já þetta verður alltaf fróðlegra og fróðlegra.
![]() |
Takk fyrir, búið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 19.4.2009 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:26
Ótrúlegur "náttúrutalent" Susan Boyle!
![]() |
Býðst til að kyssa Susan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.4.2009 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 10:51
Tek ofan fyrir Sölva Tryggvasyni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 23:21
Þið ættuð að skammast ykkar!
Ekki get ég verið sammála vinstri flokkunum hérna. Við höfum nóg við peningana okkar að gera. Var ekki Katrín að segja í fyrrakvöld að það ætti að lækka laun og hækka skatta? Þetta er gæluverkefni Katrínar greinilega sem að hún þurfti að koma í gegn fyrir kosningar, ef að ske kynni að hún fengi ekki menntamálaráðherrann eftir kosningar.
Er það virkilega það brýnasta að fjölga um 400 manns á 3 árum þeim einstaklingum, sem að munu þiggja launin sem að við borgum þeim. Vinstriflokkar þið ættuð að skammast ykkar!
Svei mér þá ég held að ég skili auðu í kosningunum næstkomandi.
![]() |
Lög um listamannalaun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 23:09
ESB, borgarafundir og tímaleysi.
Ég sakna þess í þeim umræðum sem hafa verið á borgarafundunum undanfarið að það er ekki minnst á ESB. Hvernig í ósköpunum er hægt að ræða framtíð þessa lands án þess að fjalla ítarlega um þetta mál. Kristján samgönguráðherra minntist á þetta á borgarafundi í Norðausturkjördæmi núna í kvöld og hlaut mikið klapp fyrir.(smá baul líka) Ég var ánægð með Kristján þarna.
Eins og nú er háttað finnst mér í raun vera ógerlegt að ræða um atvinnumál hér á landi án þess að aðildaviðræður að ESB og gjaldmiðilsmálin séu sett samhliða inn í umræðuna.
Eitt svona í lokin. Mikið óskaplega er þreytandi þegar að stjórnendur borgarafundanna klifa á því að það sé svo lítill tími eftir o.s.frv. Fréttastjóri RÚV ætti að útvega þáttastjórnendunum meiri tíma. Það eru nú ekki alþingiskosningar á hverjum degi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 19:48
Kúlulán og Kínaferðir.
Hvers vegna á almenningur að borga kúlulán og skemmtiferðir fólks sem að er með fullar hendur fjár, vægt til orða tekið?
Þorgerður K. Gunnarsdóttir lét almenning borga fyrir sig 2 skemmtiferðir til Kína á sínum tíma plús eina ferð fyrir Kristján Arason hennar ektamaka. Maður sem að hafði um 40 milljónir á mánuði hjá Kaupþíngi fyrir hrun. Kúlulánið þeirra lendir líka á almenningi.
Hefur þetta fólk einhverntímann verið blankt? Mér er það til efs. Í sjónvarpinu um daginn sagði ÞKG að "við hefðum öll tapað". Já er það Þorgerður Katrín? En leiðinlegt að heyra það. Ég vona að þú sért þá reynslunni ríkari.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 13:52
Kardemommubærinn í nýrri uppfærslu.
![]() |
Soffía frænka og Kasper |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 10:37
Með allt niður um sig en samt rúmt 27% fylgi. Nei ekki íhaldið aftur.
Já það er óskandi að pólitískur jarðskjálfti sér framundan. Það er kominn tími til. Það er vondandi að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í aðstöðu til stjórnarmyndunar nú að loknum kosningum, en í skoðunakönninni sem að birtist í Fréttablaðinu í gær, er sá möguleiki opinn, því miður. Sjálfstæðismenn afneita aldrei trúarhugsjón sinni, þrátt fyrir eilíf spillingarmál.
En spurning til stjórnarflokkanna: Hvers vegna er Eva Joly allt í einu orðin vanhæf? Er hið meinta vanhæfi hennar eitthvað í tengslum við það að þarna er ýmislegt sem að má ekki koma upp á yfirborðið, eða eru lögmennirnir núna að sjá að þeir eru að sjá á eftir feitum bita úr aski sínum? Kannski er þarna sitt "mikið" af hverju.
![]() |
Stefnir í pólitískan jarðskjálfta í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar