Færsluflokkur: Dægurmál

Júlíus Vífill gerir grín að fólki með geðraskanir.

Svona ummæli eru aldrei réttlætanleg, alveg sama hvað maðurinn heitir. Að gera grín að fólki með geðraskanir sýnir held ég best, innræti þeirra sem að bera þau fram. Júlíus Vífill á að skammast sín.
mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er einelti og ofbeldi orðin tilraun til manndráps?

Fyrirsögnin kann að vera stórorð en ég er viss um að öll fórnarlömb alvarslegs eineltis og aðstandendur þeirra skilja hvað ég meina. Ég hef fyrr í mínum bloggfærslum talað um einelti gagnvart syni mínum og ætla ekki að endurtaka það hér.

Upp úr stendur, hvenær jafnar fórnarlambið og nánustu aðstandendur sig á því? Ég segi fyrir mína parta, aldrei. Ég hélt að ég væri komin yfir það versta með son minn, en svo fann ég þegar að umræðan í Heiðmerkurmálinu fór af stað, þá blossaði aftur upp reiðin og sársaukinn, nístandi sársauki sem að ekki er hægt að lýsa. Sem að betur fer erum við sonur minn mjög samhent og styðjum hvort annað.

 Eineltið gagnvart syni mínum var ekkert venjulegt. Einnig, sú tilfinning að geta ekkert gert fyrir barnið sitt, er hrikaleg. Á síðustu vikum veru hans í grunnskóla, gafst hann endanlega upp, kastaði upp þegar að vissi að hann þyrfti að fara í skólann, drengur sem að hafði alltaf haft það að markmiði að fá 10 í mætingu og vera aldrei veikur.

Þegar að ég tjáði skólastjóra sonar mín hvernig ástatt væri, sagði hann mér að hann yrði þá að tilkynna þetta til skólayfirvalda þar sem að sonur minn sinnti ekki skólaskyldu! Í margar vikur þar á undan lagði hann alltaf af stað í skólann þannig að hann kæmi 5 mínútum of seint og þyrfti ekki að mæta skólafélögum sínum í anddyrinu.

Um þetta talaði ég ítrekað við þáverandi skólastjórnendur en fékk enga hlustun.

Ég gæti sagt margt fleira, en læt þetta duga í bili. Skilaboð frá mér eru á þann veg að það á aldrei að taka vægt á einelti, þetta er DAUÐANS ALVARA!


Er hústökufólk mál málanna?

Einhvernveginn skil ég ekki þetta fjölmiðlafár í kringum þetta hústökufólk Þetta er einhverskonar eftiröpun frá Danmörku, sem að ákveðið fólk er að tileinka sér. Fjölmiðlarnir ná ekki andanum yfir þessu, ég er ekki alveg að skilja.
mbl.is Fríverslun lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir heiðursmenn, Hörður og Gísli, eiga þakkir skilið.

Það er stundum talað um hvunndagshetjur í okkar lífi. Oft á tíðum gleymum við því hvað kurteisi og þjónustulund getur skipt miklu máli. Ég hef þurft nú í tvígang í þessari viku að leita á náðir, annarsvegar tölvuþjónustu og hins vegar tæknilegrar aðstoðar hjá Símanum.

Starfsmaður að nafni Hörður Kristinsson hjá Digital tækni sýndi af sér þvílíka þjónustulund og færni í sínu starfi þegar að ég þurfti að fá aðstoð með fartölvu sonar mins, að ég vil bara segja: Takk kærlega fyrir. Um leið og við löbbuðum út úr búðinni/verkstæðinu, segir hann: Ef það er eitthvað, þá komið þið bara.

Starfsmaður að nafni Gísli Freysson hjá tæknideild Símans, sýndi af sér viðlíka þjónustulund, þegar að ég var að hjálpa vinkonu minni við að fínstilla ADSL lykil sem að hún hafði fengið deginum áður. Alveg sama hvaða vandamál komu upp, þá sýndi hann alltaf af sér sömu þolinmæðina og kurteisina. Ég held að við höfum verið í símanum í u.þ.b. klukkustund, allt endaði vel. Þökk sé góðum starfsmanni.

Þessum tveimur heiðursmönnum vil ég þakka fyrir frábæra þjónustu, þeir eiga þakkir skilið.


Vangaveltur dagsins. Er einelti á bloggi?

Ég ætla að hafa þetta stutt. Er hægt að leggja fólk í einelti hér á blogginu? Bara svona vangaveltur hjá mér. Birtingarmyndir eineltis eru margar, sem að ég og sonur minn þekkjum vel, og því er ég að velta þessu fyrir mér. Sem sagt, þetta eru vangaveltur dagsins.


Hverjum blæðir mest? Örorkulífeyrisþegar orsökuðu ekki hrunið.

Maður þarf víst ekki að endurtaka allar þær sögur sem að fara af greiðsluvanda heimilanna, þær eru ansi margar. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur umræðan farið mikið í viðtöl við þá sem að ofurfjárfestu á dögum góðærisins.

Þessar fjölskyldur eru að fá bakreikning sem að um munar. Að sjálfsögðu grunaði þetta fólk ekki hvað framundan væri, því að bankarnir og Íbúðalánasjóður vöruðu ekki við.

En, mér dettur í hug. Fólk sem að tók bílalán við bílakaup. Fyrir nokkrum árum síðan var ég að hugsa um að taka bílalán til að fjármagna bílakaup. Sem betur fer varaði góður vinur minn við og sagði að það væri stórhættulegt, vextirnir væru þvílíkt miklir og að þetta gæti orðið hengingaról fyrir mig.

Ég fór að ráðum þessa ágæta vinar míns og þakka Guði fyrir í dag að hafa gert það.

Hverjum blæðir mest? Af einhverjum ástæðum er mín mesta samúð hjá einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum. Maður finnur fyrir því á hverjum einasta degi hversu matarverð hefur hækkað.

Einstæðum foreldrum og örorkulífeyrisþegum blæðir mest, en af hverju fá einhverjir af þessum aðilum ekki aðgang að fréttamiðlunum til að fjalla um hag þeirra, í einni verstu efnahagskreppu sem að hefur dunið yfir landið? Þetta er fólk sem að hafði ekki aðstöðu til að ofurfjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut, hvorki í bílum né fasteignum.

Hvers vegna tala fjölmiðlar þessa lands ekki við fólkið sem að tók engan þátt í ofurfjárfestingum en á að þurfa að taka út sinn hlut, án saka?


Atvinnuleysisbætur og peningar í skattaskjólum.

Hvernig á að lifa á 150 000 kr. á mánuði? Ekki veit ég það. Eða hreinlega, það er ekki hægt að lifa á þessu. Af þessum 150 000 kr. eru borgaðir skattar. Þar sem að atvinnuleysisbætur eru í formi dagpeninga, getur brúttóupphæðin breyst verulega, allt eftir því hvort að það eru 28, 30 eða 31 dagar í mánuðinum. Hvers vegna er ekki hægt að hafa ákveðna grunnupphæð sem að gengið er út frá?

Dagpeningar eru 6900 kr. fyrir hvern virkan dag mánaðarins en ekkert fyrir helgardaga.

Það vantar peninga í ríkiskassann. Í fyrradag kom fram í fréttum að Barack Obama ætlar að skera upp herör gegn skattaundanskotum og  setja mjög skilvirkt eftirlit með skattaundanskotum.  Fylgst verður grannt með færslu fjármagns til skattaskjóla.

Hvers vegna er þetta ekki hægt hér? Hvað ætli það séu margar milljónirnar eða milljarðarnir sem að hafa tapast vegna skattaundanskota til Tortola og Caymaneyja? Myndi ríkiskassanum ekki muna um að fá þessar upphæðir? En það er eins og venjulega hér á Íslandi, glæponarnir eiga að fá frítt spil.


mbl.is Háar fjárhæðir gætu sparast með eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur er ekki viðkvæmur maður, gott að vita.

Að vera viðkvæmur eður ei? Eru viðræður á viðkvæmu stigi? Svar hjá Össuri: Ja, ég er ekki viðkvæmur maður! Var einhver að spyrja um hans sálarlíf?

Sammála um að vera ósammála um ESB, segir Steingrímur? Þetta hlýtur að vera einhver séríslensk aðferð eins og venjulega.

Þegar að fréttamaður vill fá ákveðin svör við spurningum sínum frá Steingrími, er fréttamaðurinn að reyna að veiða upplýsingar. Ég sem að hélt að hann væri að vinna vinnuna sína.


mbl.is Flokkarnir eru ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stjórníska" eða eitthvað annað á ögurtímum?

Ég var að hlusta og horfa á þetta myndbrot með Steingrími. Einhvernveginn skildi ég ekki orð af því sem að maðurinn sagði, en það er kannski ekkert að marka.

Steingrímur ásamt fleirum sem að eru að falast eftir mjúku stólunum núna, eru "markeraðir " af einhverju tungumáli sem að ég myndi kalla "stjórnísku", tungumál þessa fólks gerbreytist við að komast í ráðherrastól.

 Ráðherravaldið er þvílíkt hér á Íslandi og þekkist ekki slíkt á byggðu bóli.

En þar sem að ég vissi að ég myndi ekki fá að heyra orð af viti frá manninum í þetta skiptið, gengur bara betur næst (vonandi), var ég að velta fyrir mér hvað bindið hans skyldi hafa kostað? Ég man ekki eftir að hafa séð manninn með svona flott bindi fyrir ráðherradóm.

En þetta eru nú bara mínar pælingar........


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gegnsæi" fyrir og eftir kosningar.

Svandís Svavarsdóttir sagði það fyrir kosningarnar 25. apríl að hún ætlaði að hætta í borgarstjórn kæmist hún inn á þing. Inn á þing komst hún og engar breytingar sé ég í borgarstjórn.

Þráinn rígheldur í heiðurmannalistamannalaunin, kominn með setu á Alþingi.

Í ríkisstjórn sitja tveir ráðherrar sem að þjóðin var búin að hafna, Kolbrún Halldórsdóttir sem að datt út af þingi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem að rétt skreið inn á þing.

Að mati Jóhönnu Sigurðardóttir liggur ekkert á að mynda ríkisstjórn, það sé sitjandi ríkisstjórn í landinu. Hún ætlar að taka allavega viku í viðbót í þessar viðræður, jafnvel eitthvað lengur.

Á bak við luktar dyr sitja ráðamenn þjóðarinnar og ráða ráðum sínum hvernig bjarga eigi þjóðinni. Þjóðinni kemur aftur á móti ekkert við um hvað er verið að tala. Hvað varð um allt "gegnsæið"?

Framkoma Jóhönnu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi 3. maí og svör Gylfa viðskiptaráðherra um greiðsluvanda þjóðarinnar, sem að hann telur víst ekki vera neinn vanda, segir allt sem að segja þarf.



mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 63194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband