Færsluflokkur: Dægurmál
14.5.2009 | 20:19
Þreyttar og vannærðar eiginkonur í Óman.
Núna er partý í Óman. Rosa fjör og rosa gaman, eða þannig. Núverandi og fyrrverandi eiginkonur útrásarvíkinganna svokölluðu, eru greinilega komnar í mikla þörf fyrir hvíld og hressingu. 150 þúsunda króna næturgisting á flottu hóteli í Óman, plús matur, vín og annað dekur per mann, með viðeigandi viðbótarkostnaði í 5 sólarhringa. Mikið hljóta þær að hafa verið orðnar þreyttar og vannærðar.
Hvaðan koma þessir peningar? Það skyldi þó ekki vera að þetta séu peningarnir okkar sem að íslensk stjórnvöld hafa ekki fundið neina ástæðu til rukka inn í landið? Þessir menn ganga lausir og Jón Ásgeir meira að segja enn í stjórnunarstöðu í banka!
Evu Joly var vísað á dyr á meðan upp kemst um enn eitt hneykslismálið, nú hjá skilanefndum bankanna. Ég verð bara að segja að maður beið bara eftir þessu. Það var ekki spurning um hvort, heldur hvenær.
Jóhönnu Sig. finnst engin ástæða til að gera neitt í þessu. Þetta er greinilega allt í þessu fína lagi. Fjölgar ráðuneytum og fyrsti ríkisstjórnarfundurinn norður á Akureyri kostaði hálfa milljón takk! Var ekki einhverntímann verið að tala um sparnað?
Á meðan þjóðinni blæðir, setjast Jóhanna, Hrannar og ráðuneytisstjórinn yfir kertaljósi síðla dags og ræða í rólegheitum um árangur dagsins. Það er verst hvað er farið að birta mikið, kertaljósið virkar kannski ekki alveg á næstunni.
Hér að neðan má sjá lýsingar úr skemmtiferðinni. Smellið á letur þar til læsilegt letur fæst.
Dægurmál | Breytt 15.5.2009 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 12:14
Ráðuneytin voru 10, urðu 12, verða 9? Voru einhverntímann 14. Er einhver að botna þetta?
Tilvísun í samhangandi frétt- niðurlag. Hvurs lags fréttamennska er þetta eiginlega? Voru ekki ráðuneytin 10 hér á Íslandi í fyrradag. Hvurs lags endemis vitleysa er þetta eiginlega.?!!:
".......samanburði við önnur lönd eru ráðuneyti á Íslandi fremur fá. Lengst af voru ráðuneyti formlega 14 talsins og Hagstofan talin sérstakt ráðuneyti. Síðar fækkaði þeim í 12 og nú er stefnt að fækkun þeirra í níu."
Er einhver að botna vitleysuna í þessari fréttamennsku?
![]() |
Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2009 | 11:52
Er 12 stóla stjórn Jóhönnu hæf til verka?
Barrack Obama og ríkisstjórn hans eru ákveðin í því að láta ekki stórfyrirtækin kæfa smáfyrirtækin. Samkeppnislög landsins verða efld til muna, að sögn fréttar í dag á http://www.pressan.is.
Þetta er akkúrat það sem að þarf til þess að koma atvinnlífinu aftur í gang. Hvers vegna er þetta ekki gert hér? Hvernig væri nú að 12 stóla stjórnin gerði eitthvað viðlíka hér á Fróni?
Ríkisstjórn George W Bush breytti á sínum tíma samkeppnislögum á þann veg að markaðsráðandi fyrirtæki gátu nánast óáreitt bolað smærri fyrirtækjum útaf markaðnum.
Mörg smærri Bandarísk fyrirtæki hafa þurft að flýja til Evrópu og Asíu vegna óhagstæðs viðskiptaumhverfis sem að sett var á, í tíð George W. Bush. Þessu er Barrack Obama og ríkisstjórn hans búin að breyta
Barrack Obama er maður sem að kann að vinna verkin. Hefur 12 stóla stjórn Jóhönnu hæfni til að gera slíkt hið sama?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 10:59
Má ég fá Panodil, ég er með tannpínu?
Núna í mörg ár hafa tannlæknar getað haldið úti frjálsri verðskrá og getað haft þar frítt spil. Þeir skera sig algerlega úr að þessu leyti til, borið saman við aðra læknisþjónustu og þurfa sem sagt ekkert að fara eftir neinum verðskrám.
Samningur þeirra við Tryggingarstofnun ríkisins hefur verið opinn í mörg ár og tannlæknar ekki viljað fallast á nýjan samning. Eru tennur ekki hluti af likamanum?
Hvar í veröldinni yrði þetta liðið nema hjá bananalýðveldum? Jú nota bene, við erum víst á hraðri þróun til bananalýðveldis en þangað til að við lendum þar endanlega, væri þá ekki þjóðráð fyrir Jóhönnu Sig. að beina augum sínum aðeins að þessu?
Það er jú ekki gott og/eða hollt að þurfa að dæla Panodil í barnið sitt kvöld eftir kvöld, enda af hverju eiga saklaus börn að þurfa að líða fyrir skilningsleysi yfirvalda og peningagræðgi tannlækna?
![]() |
Sofna ekki án verkjalyfja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2009 | 22:37
Væri Obama ekki bara lausnin?
Það væri kannski þjóðráð að biðja Barack Obama að koma í "sumarfrí" til Íslands og nota þá 27 daga sem að hann ætti eftir af 100 dögunum, til þess að taka eitthvað til hér á þessu skeri?
Honum yrði ábyggilega ekki skotaskuld úr því, enda klár maður. Það er bara verst, hann yrði að fá leyfi til að uppræta spillingu í leiðinni. Ætli það yrði leyft?
![]() |
Gæti klárað næstu 100 daga á 72 dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 16:15
Ógleði, ælur og meiri uppköst.
Jóhanna ætlar að hafa utanflokksmennina Gylfa Magnússon og Rögnu Árnadóttur með í þeirri ríkisstjórn,sem að nú er búið að mynda. Þar sem að ráðherraræði er mjög mikið á Íslandi skiptir þetta mjög miklu máli.
Ég hefði því viljað vita þetta, áður en ég gekk til kosninga. Það skiptir í raun engu máli hverjir sitja á þingi, heldur þeir sem að sitja á ráðherrastólum. Hvernig hefur Gylfi Magnúson talað við íslenska þjóð síðustu vikurnar?
Framkvæmdarvaldið tekur löggjafarvaldið yfir í flestum málefnum, sem að koma til afgreiðslu þingsins. Þingmannafrumvörpum er hiklaust hent út af borðinu, ef að álíka ráðherrafrumvarp er innan seilingar. Þetta er nú allt lýðræðið.
Í þessum skrifuðum orðum er Jóhanna Vigdís á Ríkissjónvarpinu að lesa upp útdrátt úr stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sig. og Steingrímur eru nú að ganga í salinn............ mér verður óglatt.
Talað er nú um þjóðarsamstöðu og stöðugleika, þetta á að taka nokkur ár. Fyrst einhver 100 daga áætlun.... er þetta fólk ekki í sambandi? Höfðu þau ekki tækifæri í 80 daga til að gera eitthvað af viti? Enn og aftur plástur á blæðandi magasár.
Steingrímur segir nú, að nú sé í fyrsta skipti orðin til fyrsta hreina Vinstri græna rikisstjórnin, hva er Samfylkingin ekki með?
Og núna segir Steingrímur að ESB skipti engu máli, en Jóhanna segir allt annað. Viðræður í síðasta lagi í júli. Fjölgun á ráðuneytum, en svo á að fækka þeim á næstunni. Var einhver að tala um valdafíkn?
p.s. Ásta Ragnheiður fékk sína sporslu........forseti Alþingis. Nú kasta ég upp.
![]() |
Óbreytt stjórnskipan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2009 | 11:20
Fagnaðarbylgjurnar tvær sem að hnigu.......
Það fór hér mikil fagnaðarbylgja um samfélagið fyrir nokkrum vikum síðan þegar að til stóð til að ráða Evu Joly til þess að fara ofan í fjárglæfrastarfsemi hér, m.a. útrásarvíkinganna. Sú bylgja hneig fljótlega, þegar að ljóst var að verið væri að losa sig við hana með hjálp lögmanna, hún þótti vera á of háum launum.
Ég hélt að lögmenn almennt og starfsmenn skilanefnda bankanna, væru ekki á neinum lúsarlaunum.
Önnur fagnaðarbylgja fór hér um landið þegar að ljóst var eftir kosningar að áframhaldandi stjórnarseta vinstri flokkanna væri tryggð. Sú bylgja var mjög fljót að hjaðna eftir að Samfó og VG lokuðu sig af með málefnin og sögðu að það lægi ekkert á að mynda ríkisstjórn, það væri ríkisstjórn í landinu.
Dag eftir dag komu Jóhanna og Steingrímur fram í sjónvarpi og sögðu óbeint (stundum beint) að þjóðinni kæmi ekkert við, um hvað væri verið að tala í þessum herbergjum, það kæmi í ljós síðar. (Kannast einhver við þetta orðalag frá öðrum manni?)
Hvers vegna geysast ekki Raddir fólksins og Nýir tímar nú niður á Austuvöll með sínar kröfur. Þær gætu verið eitthvað á þessa leið: 1. Viljum við lækkun stýrivaxta strax? 2. Viljum við fjármagn til fyrirtækjanna í landinu strax?(það var allavega hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði) 3. Viljum við hjálp til handa heimilinum í landinum strax?
Er fólk kannski í bjartsýni sinni að bíða eftir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar? Ég held að flestir verði fyrir vonbrigðum.
Fyrir nokkrum vikum síðan sagði ég hér á blogginu að byltingin myndi éta börnin sín. Ég held að ég hafi verið nokkuð sannspá þar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 18:15
Hulunni svipt af leyndardómnum á morgun. Við bíðum spennt.
Er virkilega ný ríkisstjórn í burðarliðnum? Á virkilega að svipta hulunni af öllum leyndardómnum? Á ´"fólkið í landinu" allt í einu að fá að vita eitthvað? "Detta mér ekki allar dauðar lýs úr höfði" þ.e.a.s. ef að ég hefði þær einhverjar.
DV greinir frá því í dag að Svandís Svavarsd. sé líklegasti kandidatinn fyrir NÝTT Atvinnumálaráðuneyti. Er hún búin að gefa sitt sæti laust í borgarstjórn eins og hún lofaði fyrir kosningar?
DV greinir líka frá því að Gylfi Magnússon sé líklegur fyrir NÝTT Efnahagsmálaráðuneyti, já þeir eru mjúkir stólarnir.
Í sama blaði er greint frá því að það sé ekki víst að Ásta Ragnheiður fái ráðherradjobb núna af því að hún fékk víst ekki allt of góða útkomu í kosningunum. ÆÆ, en leiðinlegt Ásta mín, þú verður líka að gera þér grein fyrir því að þú hefur ekki verið í neinni 9-5 vinnu, en þú virðist ekki hafa áttað þig á því, ekki einu sinni eftir kosningar
Hvernig er það, stendur til að við fáum að sjá einhvern stjórnarsáttmála, eða á bara að segja okkur kjósendum eina ferðina enn að flokkarnir séu sammála um að vera ósammála um "einstök" mál og þar með sé bara allt í þessu fína lagi?
Jóhanna er nú þegar búin að missa allt samband við kjósendur sínar, finnst allt í lagi að allt sé leyndarmál. Kjósendum kemur ekkert lengur við hvað er verið að pukrast með í hálfan mánuð í "stjórnarmyndunarviðræðum", já þetta er ekki burðugt stjórnarlið sem að segist ætla að bjargar Íslandi.
Hvernig er það, hvers vegna var hægt að dæla 100 milljörðum inn í peningamarkaðssjóði, en ekki til króna til að koma atvinnulífinu aftur í gang?
Með sama áframhaldi, hvað ætli verði margir eftir á þessu skeri eftir 10 ár?
![]() |
Ríkisstjórn í burðarliðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 22:07
Hefði viljað sjá Hröfnu og Lísu í úrslitunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 19:44
Hvað er það sem að þolir ekki dagsljósið?
Er þarna eitthvað sem að þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna er greiðslan frá AGS ekki komin enn, en átti að vera komin fyrir rúmum mánuði síðan? Eru þarna einhverjir afarkostir sem að fylgja láninu fá AGS sem að þola ekki dagsljósið? T.d. það að Bretar hafi getað sett Íslendingum afarkosti varðandi AGS lánið?
Við höfum í raun afskaplega lítið fengið að vita um þá skilmála AGS sem að sjóðurinn setti, varðandi lán til Íslands. Við vitum jú um ákvæði þeirra varðandi stýrivaxtastefnu, en að öðru leyti höfum við fengið lítið að vita.
![]() |
Ummælum Browns mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 63194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar