Færsluflokkur: Dægurmál
22.4.2009 | 19:05
Vatnaskil í íslenskri pólitík. Siðferði og ESB eru lykilmálin.
Hvar er myndin af Steinunni Valdísi og Guðlaugi Þór? Hef ég misst af einhverju en hvers vegna birtist ekki nafn Illuga Gunnarssonar sem að kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem að stöðin sagðist hafa áreiðanlegar heimidir fyrir sinni frétt?
Er einhver þöggun í gangi eða hvað?
Annars er þetta allt orðið svo ógeðfellt, það er spilling á hverju götuhorni. Að mínu mati snúast kosningarnar núna, ekki síður um siðferði í íslenskri pólitík, en um aðildaviðræður að ESB.
![]() |
Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Hver veit mest um Bubba? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 06:57
Valkvíði hins almenna kjósanda. Er hátekjuskattur vandamál?
Er hátekjuskattur eitthvert vandamál? Já það virðist vera svo í íslensku þjóðfélagi. Steingrímur J. lofaði því í aðdraganda núverandi samstarfs stjórnarflokkanna, að setja á hátekjuskatt og lágtekjuskatt. Ég sé ekki efndirnar í þessu máli.
Nú í kosningabaráttunni er rætt um tveggja prósenta hátekjuskatt á laun yfir um 500 þúsund krónur á mánuði. Á þetta að vera brandari? Tveggja prósenta hátekjuskattur? Það á enn og aftur að vernda auðmennina á kostnað almennings hér í þessu landi.
Kjósendur hafa nú orðið lítið val að mínu mati. Sjálfstæðisflokkurinn uppívaðandi í spillingu og eitthvað er misjafnt við Samfylkinguna líka. Allavega finnst mér að Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði að koma með skýr svör varðandi fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vinstri grænir hafa ekki staðið við áðurnefnda yfirlýsingu og eru því ekki sjálfum sér samkvæmir.
Í þeim löndum sem að við höfum borið okkur saman við, allavega fram að hruni, er viðhafður hátekjuskattur sem að skilar verulegum tekjum til ríkissjóðs. Hvers vegna ekki hér? Jú klíkuskapurinn og "vinskapurinn" ræður hér för, nú sem endranær. Ef að einhverntímann hefur verið nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að hefja alvöru aðildaviðræður við ESB þá er það nú.
Sá ágæti maður Steingrímur J. sést þessa dagana ekki í fjölmiðlum og lætur skoðanir sínar birtast hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Frekar undarlegt örfáum dögum fyrir kosningar.
Á að hafa þjóðina að fíflum eina ferðina enn? Ég er ein af þessum óákveðnu kjósendum og veit varla lengur hvaðan á mig stendur veðrið í pólitíkinni. Það eina sem að ég veit er, að ég vil ekki íhaldið aftur við stjórnvölinn.
Vinstri flokkarnir verða að gera hreint fyrir sínum dyrum, annars skipast aldrei sátt hér í þessu landi.
Vinargreiðarnir eiga að tilheyra fortíðinni. Um það snúast kosningarnar að minu mati, ásamt því grundvallaratriði að um leið og að víð kjósum, erum við að taka afstöðu til aðildarviðræðna að ESB. Við vitum jú afstöðu flokkana í því máli.
Það er stundum talað um valkvíða. Miðað við fjölda þeirra kjósenda sem að eru enn óákveðnir samkvæmt skoðanakönnunum, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að stór hluti þjóðarinnar þjáist að þessum "sjúkdómi" nú, þremur dögum fyrir kosningar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 20:02
Siðferðiskennd í lágmarki, spilling í hámarki!
Hvað varð um alla frasana "allt upp á borði", "gegnsæi" og hvað þetta heitir nú allt saman. Það er skýlaus krafa nú að allir frambjóðendur opni sitt bókhald. Það er ansi mikil tilætlunarsemi að ætlast til að fá stuðning þjóðarinnar til áframhaldandi þingsetu, ef þeir verða ekki við þeirri kröfu að opna sitt bókhald.
Ef að rétt reynist hjá Stöð 2 í sambandi við milljóna styrki til frambjóðenda í prófkjöri, myndi ég telja að ákveðin vatnaskil væru að verða í íslenskri pólitík. Einnig það að þingmenn og ráðherrar hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu hjá bönkunum rétt fyrir hrun. Þetta er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál.
Ef að Stöð 2 hefur rétt fyrir sér og hefur nöfn þeirra einstaklinga (fyrir utan þá 6 sem að þegar hafa verið nefndir), sem að nutu þessarar fyrirgreiðslu, eigum við, kjósendur rétt á að vita hvaða einstaklingar þetta eru, annars liggja allir undir grun.
Spillingin og skíturinn var mikill fyrirfram og ekki batnar það. Almenningur er fyrir löngu orðinn tortrygginn gagnvart siðferðiskennd stjórnmálamanna og ekki batnar það við þessar fréttir.
Í kosningunum á laugardaginn eigum við sýna það með atkvæði okkar, að okkur er gróflega misboðið. Var á tímabili að hugsa um að sleppa því að fara á kjörstað, en er búin að skipta um skoðun .......þó svo að maður geri ekkert annað en stinga seðlinum í kjörkassann, þá skiptir það máli.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.4.2009 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:53
Steingrímur nýtir sér pilsfald Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hvernig stendur á því að Jóhanna er farin að tala fyrir munn Steingríms J. dag eftir dag? Þetta er hreinlega með ólíkindum. Steingrímur J. er kominn í felur með þetta mál og ætlar greinilega að reyna að komast upp það að vera undir pilsfaldi Jóhönnu í þessu máli fram að kosningum.
Steingrímur J. hefur hingað til verið með munninn fyrir neðan nefið. Eitthvað virðist vanta þar upp á í þessu tilviki. Þetta er ekki boðlegt 4 dögum fyrir kosningar.
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 12:26
Tilhugalíf og nýr fylginautur?
Þetta er stórpólitísk frétt, þ.e.a.s. ef að úrtak og svarhlutfall hefur verið það stórt að mark sé takandi á. Það kemur ekki fram í fréttinni, maður verður að kaupa Morgunblaðið til að komast að því.
Borgarahreyfingin er að hala inn atkvæði, á kostnað Sjálfstæðismanna að öllum líkindum. Ekki má gleyma því að aðalstefna hreyfingarinnar er að koma á stjórnlagaþingi og síðan ætla þeir að leggja hreyfinguna niður. Önnur baráttumál sitja á hakanum hjá þessari annars ágætu hreyfingu.
Enn vantar alvöru svör í tengslum við ESB. Samfylkingin er eini flokkurinn sem að hefur komið með slík afdráttarlaus svör. Það vantar svar frá VG hvernig þeir ætli að starfa áfram með Samfylkingu með óbreytta Evrópustefnu.
Er tilhugalífi Samfylkingar og VG kannski lokið og Samfylkingin farin að daðra við annan möguleika?
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2009 | 04:07
Þeir skulda þjóðinni svör. Evrópa, já eða nei?!
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu
Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið.
Björgvin G. Sigurðsson sagði á opnum borgarafundi í kvöld að hann útilokaði samstarf með Vinstri grænum eftir kosningar nema að Evrópumálin væru til lykta leidd. Árni Páll Árnason, flokksbróðir Björgvins, sagði á Stöð 2 að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Katrín Jakobsdóttir sagði hins vegar að enginn gæti sett fram ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum.
Gunnar Helgi segir þó augljóst að forystumenn stjórnarflokkanna forðist að deila harkalega um þetta mál. Þetta lítur svolítið út eins og þau hafi talað eitthvað um þetta og hafi einhverja hugmynd um hvernig þau ætli að taka á þessu," segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að forsætisráðherra sé mjög aflöppuð gagnvart þessu máli og útiloki engar leiðir. Þá séu VG ekki búnir að útiloka á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og þarna sé töluvert svigrúm fyrir samninga. Gunnar Helgi segir þó að það sé mjög óvarlegt í þessari stöðu að storka samstarfsaðila með einhverjum ummælum. Hann bendir á að Evrópumálin séu flókin, sama um hvaða flokka ræði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 00:52
Ekki beinlínis ástir samlyndra hjóna......
Þá erum við búin að heyra afdráttarlaust svar Atla Gíslasonar VG, um viðræður um ESB aðild í júní. Sakna þess að Steingrímur J. stígi nú ekki fram og taki endanlega af skarið með þetta.
Hvernig ætla þessir 2 flokkar að starfa saman eftir kosningar? Það er ekkert kannski í þessu máli, það er já eða nei. Eins og stendur, skilur himinn og haf þessa 2 flokka að í þessu máli. Ekki beinlínis ástir samlyndra hjóna.....
![]() |
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lygarnar eru endalausar. Einhliða upptaka Evru gagnvart EES er ekki í boði. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að geta viðhaft slíka kosningabaráttu. Viðhald krónunnar eða upptaka evru er grafalvarlegt mál, ekki bara kosningamál korteri fyrir kosningar.
Er nú að horfa og hlusta á borgarafund á Suðurnesjum. Virkilega bragðdaufur, allt utanaðlærðir frasar. Fulltrúi Sjallana mismælti sig rækilega og sagði að Sjallarnir vildu hækka skatta, en meinti að þeir ætluðu að lækka skatta......hm
Fannst gaman að heyra ferska rödd í Silfri Egils í gær, frá Írisi Erlingsdóttur sem að býr í Minnesota. Hún segir að umheimurinn sé í forundran yfir því, að það eigi ekki að draga þá menn til ábyrgðar sem að tæmdu bankana og stálu peningunum okkar.
Eva Joly er vanhæf að mati lögmanna. Vanhæf af því að hún ætlaði að hreinsa ærlega til. Málið er, að ef að útrásarvíkingunum yrði gert skilt að skila peningunum okkar, þyrfti ekki að koma til þvílíks niðurskurðar og boðað er. Af hverju er ekki gengið eftir þvi að þessum peningum verði skilað?
Er þetta eitt af því sem að við eigum að gleyma, líkt og það á þagga niður misyndismálin í styrkjamálum Sjálfstæðisflokksins?
![]() |
AGS getur ekki haft milligöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2009 | 19:07
Er þetta boðleg blaðamennska? Klám eða söngur?!
Getur þetta verið viðbjóðslegra? Á þetta að heita blaðamennska.......Guð minn góður!
Susan Boyle boðið hlutverk í klámmynd

Nú getur Susan Boyle valið milli þess að vera klámmyndastjarna eða söngstjarna.
47 ára piparjónkan Susan Boyle hefur náð heimsfræg eftir frábæra frammistöðu sína í Britain's Got Talent. Hún er talin sú sigurstranglegasta í keppninni en Boyle hefur aldrei kysst karlmann. Nú hefur bandarískur klámmyndaleikstjóri boðið henni hlutverk í klámmynd og hljóðar tilboðið upp á rúmlega hundrað milljónir íslenskra króna.
Samkvæmt bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times er það klámmyndafyrirtækið Kick Ass Pictures sem býður Boyle þennan samning og vilja forsvarsmenn fyrirtækisins drífa í því að taka myndina upp.
Við viljum taka myndina upp og koma henni í umferð á meðan Boyle hefur athygli heimsins, segir forstjóri Kick Ass Pictures, Mark Kulkis.
Kulkis vill meina að samningurinn sé frábært tækifæri fyrir Boyle þar sem hún hefur opinberað að hún er hrein mey og hefur aldrei kysst karlmann.
Eftir 47 ára án kynlífs er ég viss um að Boyle er tilbúin fyrir það og það skal gerast eins fljótt og hægt er, segir Kulkis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 63195
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar